Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 34
t.d. skaðabótaskyldu, en ákveða skaðabótafjárhæðir í niðurlagi dóms. Þetta þekkjum við allir í sambandi við dóma út af líkamstjóni. Ef dómkröfur eru í mörgum liðum, getur það verið til glöggvunar og hægri verka að rita örstutta heildarmálavaxtalýsingu, en fjalla síðan sérstaklega um hvern kröfulið fyrir sig með þeim málsástæð- um, sem honum fylg'ja. Þegar um gagnsakir eða framhaldssakir er að ræða fer það eftir atvikum hverju sinni, hvort rétt er að afgreiða slík mál í heilu lagi, eða hvorn þátt fyrir sig. Dómari verður að finna það út af reynslu sinni og hyggjuviti, hvor aðferðin á betur við í hverju falli, því að örðugt er að setja fram nokkra algilda reglu í þessu efni aðra en þá að velja ávallt þá leiðina, sem gerir dóminn gleggri og skýrari. Þegar málavextalýsingu eða dómi í heild er skipt niður í kafla, er það ýmist gert með því að númera kaflana t.d. -, 1,1., 1,2., 2,,. 2,1. o.s.frv., eða með því að gefa köflunum millifyrirságnir eða heiti, t.d.: Málavaxtalýsing, vitnisburðir, málsástæður stefnanda, málsástæð- ur stefnds, niðurstaða dómsins. Ég er vanur, að hafa síðari háttinn á. Mér finnst millifyrirsagnir betur við hæfi í dómi en talnaraðir. Þær eru langtum kaldhamraðri, en „orðið“ — fremur í ætt við verk- fræði en lögfræði. 1 193. gr. einkamálalaganna eru talinn upp þau atriði, er greina skal í dómi. Þetta er gert í ákveðinni röð í greininni, en það er ekki þar með sagt, að dómari sé í dómi sínum bundinn af því að taka þessi atriði fyrir í þeirri röð, sem þau eru upptalin í þessari lagagrein. Enda er það svo, að þetta er ekki alltaf gert. Yfirleitt er kröfugerð og máls- ástæður stefnanda tekin á undan kröfugerð og málsástæðum stefnds. Þetta snýst þó við, þegar stefndur krefst frávísunar. Þá er kröfugerð- ar hans og málsástæðna getið á undan kröfugerð stefnanda, enda má þá segja, að í frávísunarþætti málsins hafi aðiljarnir skipt um hlut- verk, stefndur er orðinn sækjandi og stefnandi kominn í vörnina. Á sama hátt er það venja, að geta krafna á undan málavöxtum. Þetta er þó ekki undantekningarlaus regla. í meiðyrðamálum og firma- og vörumerkjamálum er málavaxtalýsingin iðulega tekin fram fyrir kröfugerðina. Þessar venjur hafa myndast vegna þess, að þær gera dóma gleggri yfirlestrar og skýrari. Vitnisburðir: Næst kem ég að afar mikilvægu atriði, þ.e. vitnisburðum og aðilja- skýrslum. Hvað á að taka mikið af þessu upp í dómana? Eins lítið og 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.