Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 40
skoðunin fari fram með þeim hætti, að mál sé endurupptekið fyrir sama dómstóli, og þá flutt og dæmt þar eftir venjulegum réttarfars- reglum, í líkingu við það, sem nú tíðkast, þegar kyrrsetningu eða lög- banni er stefnt fyrir bæjarþing til staðfestingar. Góðir félagar. Ég vil leyfa mér að enda mál mitt með því að vitna í Járnsíðu eður Hákonarbók, XXXV. kapitula. Þar segir m.a. svo: „En að menn varist því gerr ranga dóma, þá má varla illt varast nema vite og því minn- ist menn, at með fjórum háttum verða rangir dómar. Annað hvort með hræðslu, þar sem menn óttast þann, er hann skal dæma, ellegar fégirnd, þar sem maður sníkir til nokkurrar mútu, eða með heipt, þá er maður hatar þann, er hann skal dæma, ella með vináttu, þar sem maður vill liðsinna félaga sína, og er þá illa skipað, er þessum hórbörn- um er innvísað, en hinar skilgetnu systur, miskunn, sannindi, réttvísi og friðsemi, eru í brott reknar, því að illa mun sá dómur virðast fyrir góðum mönnum, en allra verst fyrir Guði. Er æ því betur, sem þessi kapituli er optar lesinn, þar sem um stór mál skal dæma.“ Þessi sannindi eiga eins vel við nú á dögum, eins og fyrir 700 árum. Því skyldu þau ávallt vera okkur dómurum leiðarljós í öllu okkar starfi. 86

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.