Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 42

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Qupperneq 42
en gat þess jafnframt, að slíkum málum færi fækkandi. Þá hefði stjórn félags- ins borist allmörg lagafrumvörp til umsagnar, og gerði formaður einkum grein fyrir frumvarpi um hlutafélög og öðru um gjaldþrotaskipti. Formaður gat þess einnig, að tveir almennir félagsfundir hefðu verið haldnir á árinu, annar um félagsmál en hinn um frumvarp að gjaldþrotalögum. Sá fundur var sameigin- legur með Dómarafélagi Reykjavíkur. Við stjórnarkjör var Guðjón Steingrímsson hrl. endurkjörinn formaður fé- lagsins, en meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörnir Stefán Pálsson hdl. og Skarphéðinn Þórisson hdl. í stað þeirra Gylfa Thorlacius hrl. og Hjalta Stein- þórssonar hdl., sem gengu úr stjórninni samkvæmt félagslögum. Áfram sitja í stjórninni til næsta aðalfundar þeir Hákon Árnason hrl. og Jón E. Ragnarsson hrl. Varamenn voru kjörnir til eins árs þeir Helgi V. Jónsson hrl., Ólafur Axels- son hdl. og Jón Magnússon hdl. Endurskoðendur voru kjörnir Ragnar Ólafsson hrl. og Þorsteinn Júlíusson hrl. Gjaldskrárnefnd var endurkjörin, en í henni eiga sæti Gunnar Sæmundsson hdl., Jón Ólafsson hrl. og Skúli Pálmason hrl. Samþykkt var að hækka árgjald félagsmanna í kr. 30.000 og að félags- menn 70 ára og eldri greiði ekki árgjald. Þá var samþykkt að hækka mála- gjöld í kr. 1.200. Nokkrar umræður urðu um félagsmálefni, og má nefna, að Hákon Árnason hrl. gerði grein fyrir tillögum að nýjum siðareglum Lögmannafélags Islands. Gætti þar ýmissa markverðra nýmæla. Að kvöldi aðalfundardags var árshátíð félagsins haldin í Lækjarhvammi við Hagatorg í Reykjavík. Var hátíðin fjölmenn og fór hið besta fram. Skrifstofa félagsins er sem fyrr að Óðinsgötu 4 undir stjórn Arnbjargar Guðbjörnsdóttur. Stefán Pálsson, hdl. ritari L.M.F.I. 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.