Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 45
Lárus Ögmundsson, I. eink. 12.47 (212 stig) Ólafur Helgi Kjartansson, II. eink. 10,34 (175,75 stig) Pétur Guðmundarson, II. eink. 10,21 (173,50 stig) Sigurður Þr. Eiríksson, I. eink. 10,53 (179 stig) Þorgeir Örlygsson, I. eink. 13,59 (231 stig) Örn Sigurðsson, I. eink. 11,66 (198,25 stig) Alls eru þetta 17 lögfræðingar. Líklega verða aðeins 3 lögfræðingar braut- skráðir í október n.k., þannig að samanlagður fjöldi kandidata á árinu 1978 verður ekki meiri en 20. Er það heldur lægri tala en meðaltal síðustu ára. 4. Innritun nýstúdenta Heildarfjöldi stúdenta á fyrsta námsári í lagadeild undanfarin þrjú ár er þessi: Árið 1975 97 stúdentar, árið 1976 112 stúdentar og árið 1977 66 stúdentar. í byrjun ágúst 1978 höfðu 65 stúdentar verið skráðir til náms í fyrsta sinn í lagadeild. Búast má við að tala þessi hækki verulega áður en kennsla hefst í haust. Tölur um fjölda nýskráðra nemenda gefa að sjálfsögðu ekki nema tak- markaða vísbendingu um stærð sama stúdentaárgangs, þegar líður á námið. Undanfarin ár hefur fjöldi stúdenta í hverjum árgangi frá og með 2. námsári yfirleitt verið milli 30 og 40. Árin 1972—1977 brautskráðust árlega 26—31 lögfræðikandidatar. 5. Kjör deildarforseta Á fundi lagadeildar 17. maí 1978 var dr. Gunnar G. Schram prófessor kosinn forseti lagadeildar til 2 ára frá 15. september 1978. Varaforseti fyrir sama tímabil var kjörinn prófessor Stefán Már Stefánsson. 6. Doktorsvörn Á fundi lagadeildar 27. júlí 1977 var samþykkt samhljóða að meta ritgerð Páls Sigurðssonar, dósents ,,Þróun og þýðing eiðs og heitvinningar í réttar- fari“ gilda til doktorsvarnar. Var samþykktin gerð með vísun til álitsgerðar dómnefndar um vísindagildi ritgerðarinnar. Var heildarmat dómnefndar, að ritgerðin væri tæk til varnar á doktorsprófi. Á sama fundi var prófessor Sig- urður Líndal kosinn fyrsti andmælandi og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardóm- ari annar andmælandi við doktorsvörnina, en hún fer væntanlega fram í október 1978. 7. Námsnefnd I febrúar var kosin námsnefnd í lagadeild. í nefndinni eru prófessorarnir Arnljótur Björnsson og Stefán Már Stefánsson og laganemarnir Kjartan Júlíus- son og Valgeir Pálsson. Varamenn eru prófessor Jónatan Þórmundsson og Sigurður Guðjónsson, stud. jur. Hlutverk nefndarinnar er: (1) að fylgjast með 91

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.