Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 3
lÍMAItll— lii(,I K i:iH V4. \ 3. HEFTI 30. ÁRGANGUR . NÓVEMBER 1980 RÉTTARBÆTUR í STJÓRNSÝSLUNNI Því miður hefur verið látið hjá líða að koma á réttarbótum á ýmsum svið- um íslenskra laga, þó að þjóðfélagsþróunin hafi leitt til þess, að slíkt sé tímabært, jafnvel brýnt. Þetta á meðal annars við um lagabreytingar til að auka réttaröryggi í stjórnsýslunni. Það er að sönnu ánægjuefni, að til dæmis í skattalögunum eru nýleg ákvæði, sem miða að auknu réttaröryggi, en þau eru fremur undantekning en dæmi um almenna þróun. Hér í tímaritinu eru nú birt 4 af 5 erindum, sem flutt voru á málþingi Lögfræðingafélagsins um stjórnarfarsrétt haustið 1979. Það er rauður þráð- ur, sem hvarvetna glittir í, þegar erindin eru lesin, að á okkar landi skortir glöggar reglur um umboðsstjórnina. Á Alþingi hefur vantað áhuga á að nýta undirbúningsvinnu, sem leitt hefur til þess, að frumvörp hafa verið samin og lögð fram. Til dæmis gefa erindin, sem nú eru birt, tilefni til að minna á, að frumvarp um aðgang að upplýsingum hjá almannastofnunum dagaði uppi í þriðja sinn á síðasta þingi. Frumvarp um umboðsmann Alþingis var lagt fram 1972—3, flutt á ný allmikið breytt 4 árum síðar, og árið 1978 var lögð fram um málið þingsályktunartillaga. Fullnægjandi umræður um það hafa þó enn ekki farið fram. Ýmsar reglur um stjórnsýsluna, sem þörf er á, þyrfti að setja í almennum stjórnsýslulögum, svo sem sums staðar tíðkast í grannlöndunum, en skilningur á því er ekki mikill hér á landi. Þau erindi, sem nú birtast í Tímariti lögfræðinga, verða vonandi til þess, að lögfræðingar að minnsta kosti geri sér glögga grein fyrir því, að á sviði stjórnsýslunnar er þörf margra réttarbóta. Þ. V. 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.