Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 33
Þó að lagaákvæði þessi séu æði dreifð og sundurleit, má engu að síður merkja samstöðu með mörgum þeirra, sem draga má vissar ályktanir af. Þessi ákvæði mæla fyrir um andmælarétt aðila, eink- um í tilvikum, er nú skal greint stuttlega frá. 1. 1 fyrsta lagi má nefna þau tilvik er stjórnvald er úrskurðaraðili um ágreining aðila, hvort heldur um er að ræða ágreining milli tveggja hliðstæðra aðila eða einstaklings og ríkisvaldsins. Er þar um að ræða ákvarðanir, sem setja má á bekk með úrskurðum og dómum dómstóla. I slíkum tilvikum virðist vera tilhneiging til að kveða á um andmæla- rétt aðila. Sem dæmi má nefna 3. mgr. 10. gr. skipulagslaga nr. 19/ 1964, en þai’ er kveðið svo á, að ráðherra skeri úr ágreinigi milli sveit- arstjórnar og skipulagsstj órnar við framkvæmd skipulagslaga. Ber honum að leita umsagnar beggja aðila, áður en hann leggur úrskurð á ágreiningsefnið. 2. I öðru la'gi gildir andmælareglan í nokkrum tilvikum, er persónu- frelsi eða persónuréttindi manna eru skert að einhverju marki með stjórnvaldsákvörðun. Má nefna 13. gr. 4 d. barnaverndarlaga 53/1966, er fjallar um töku barns af heimili, sviptingu foreldravalds o. fl. 3. I þriðja lagi má nefna þau tilvik, er stjórnvaldsákvörðun felur í sér mikla skerðingu á atvinnumöguleikum manna eða viðurlög vegna brots í starfi. Má þar fyrst nefna, að stjórnvald svipti mann leyfi eða löggildingu til starfa (sbr. ákvæði læknal. 80/1969 23. gr. 2. mgr., um sviptingu réttar til að ávísa ávana- og fíknilyfjum). Ennfremur gildir andmælareglan, er stjórnvald beitir ögunarvaldi sínu, víkur manni úr starfi o. s. frv., sbr. 11. gr. 1. mgr. 1. 38/1954 um réttindi og skyldur stai'fsmanna ríkisins. 4. 1 fjórða lagi má nefna nokkur lagaákvæði, er kveða á um eftirlit æðra settra stjórnvalda með lægra settum. 5. Síðast en ekki síst má nefna þau tilvik, er stjórnvaldsákvörðun hefur í för með sér skerðingu eða verulega takmörkun á mikilvæg- um fjárhagslegum hagsmunum aðila, svo sem eigna-, umráða- og ráð- stöfunarrétti þeirra. Eðlilegt er, að löggjafinn mæli fyrir um strang- ar málsmeðferðarreglur, er skerða á eða takmarka þessi réttindi, þar sem einkaréttur manna er verndaður af 67. gr. stj.skr. Er almennt viður- kennt, að orðin eign og eignarréttur eru notuð í mjög víðtækri merk- ingu í 67. gr., og er hún talin taka jafnt til hins beina eignarréttar að fasteignum og lausafé og óbeinna eignarréttinda, svo sem veðrétt- inda og afnotaréttinda, svo og fjárréttinda allsherjarréttareðlis, t. d. einkaleyfa og réttar til vörumerkis etc. Ymis ákvæði, er kveða á um eignarnám einhverra þessara réttinda, hafa ýmist misjafnléga ítarleg 155

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.