Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 48
lykilorð ýmissa mála (atriðisorðaskrá), svokölluð „vísdómsbók“. Fletta fulltrúarnir gjarna upp í skránni, þegar þeim berst mál í hendur, því að þar sést, hvort svipað mál hefur áður verið meðhöndlað, og hvernig. Má með þessu spara mikla vinnu. Við meðferð hinna ýmsu klögumála hefur umboðsmaður oft betri aðstöðu en stjórnvöld til að koma auga á galla á löggjöf og öðrum reglum, enda varða klögumálin oft atriði, þar sem reglur eru óljósar eða alls ekki til. Þjóðþingið hefur því fengið honum það verkefni að vekja athygli á gölluðum reglum, sem það gæti lágfært. Af þessu starfi umboðsmanns hefur orðið sá árangur, að u.þ.b. 10 lög og reglugerðir eru sett árlega vegna ábendinga hans. Hér er ekki ætlunin að fjalla ítarlega um það gágn, sem af starfi umboðsmanns Alþingis gæti orðið. Hins vegar þykir rétt að benda á örfá atriði, sem hafa má til hliðsjónar, þegar virt er, hvort æskilegt sé fyrir þjóðina að fá slíkan umboðsmann. a) Ný starfsemi kostar fé. Það má ef til vill finna hugmyndinni um umboðsmann Alþingis það til foráttu, að framkvæmd hennar þýðir aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Aftur á móti er ekki hægt að sjá fyrir, hvað umboðsmaður Alþingis gæti sparað þjóðinni beint eða óbeint, t.d. vegna minni ágangs á ráðu- neyti og ráðherra, með uppástungum um ný lög eða reglur og vegna hvetjandi áhrifa á þá menn, sem við stjórnsýslu starfa, um að vanda málsmeðferð og flýta. Að flestra áliti er umboðsmaður viðbót við réttarkerfið, starfsemi hans minnir um sumt á dómstóla fremur en að hann sé hluti stjórn- kerfisins. Er ljóst, að mörg þeirra mála, sem yrðu rekin með veru- legum kostnaði fyrir dómstólum, fengju endanlega lausn fyrir tilstilli umboðsmanns. b) Þótt flest lönd hafi þann hátt á, að einn hlutlaus maður sé umboðsmaður, má ekki gleyma öðrum möguleikum, svo sem umboðs- nefnd Alþingis, sem skipuð yrði þingmönnum. Hætt væri þó við, að almenningur treysti ekki eins vel slíkri þingmannanefnd, sem skipuð yrði pólitískum þingmönnum í stað ópólitísks einstaklings. Umboðs- nefndin myndi binda marga þingmenn við störf og þyrfti þó mikla aðstoð skrifstofuliðs, sem ef til vill þyrfti að vera næstum jafnfjöl- mennt og starfslið umboðsmanns. Þá má ekki gleyma þeim vanda, sem orðið gæti, ef nefndarmenn kæmu sér ekki saman um málalok. 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.