Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 54
Hvað snertir sýslurnar leggur nefndin eftirfarandi til: — Litið verði á opinbera stjórnun og verkefni sýslna sem tvískipta og að- skilda þannig að hrein skil verði á milli málefna ríkisins og málefna sveitarstjórna. — Ákveðið verði með lögum, hver mörk sýslna skuli vera. — Sveitarfélögum verði, eftir að þau hafa sameinast og eflst, falin þau verk- efni, sem sýslunefndir nú hafa að lögum. — Sýslunefndir haldi áfram að vera til sem samstarfsvettvangur sveitar- stjórna þó að sýslur hafi engin lögákveðin verkefni sveitarfélaga með höndum. — Öll sveitarfélög verði aðilar að sýslunefndum og í þeim nefndum sitji oddvitar sveitarstjórna og sveitarstjórar. Nefndin leggur ekki til: — að breytingar verði gerðar eða lögákveðið hvert starfssvið og verkefni landshlutasamtaka skuli vera. Á fundum og í skrifum nefndarinnar hafa fjölmargar hugmyndir og ábend- ingar komið fram um stjórnsýslukerfið í heild. Sumar hugmyndirnar fela í sér róttækar breytingar, svo sem um sameiningu sveitarfélaga með lagaboði, lögbindingu verkefna til handa sýslunefndum og niðurfellingu landshluta- samtaka o.s.frv. Verkaskiptanefndin vinnur nú að samningu þriðja og síðasta áfangans í starfi sínu, sem fjallar um tekjustofnana. í samræmi við fyrirmæli félags- málaráðherra stefnir nefndin að því að Ijúka þessu verki fyrir næstu áramót. Hallgrímur Dalberg VÍSINDASTYRKIR í fréttatilkynningu frá Vísindasjóði, sem birt var um mánaðamót júní og júlí s.l., segir m.a., að úr hugvísindadeild hafi verið veittir 2 styrkir samtals að fjárhæð 1,8 millj. kr. vegna lögfræðiverkefna. Guðmundur S. Alfreðsson fékk 1.000.000 kr styrk vegna doktorsverkefnis við Harvard-háskóla. Verk- efnið er: Réttarstaða Grænlands. Þórður Gunnarsson fékk 800.000 kr. styrk til að fjalla um „samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti". Þórður mun vinna að verkefninu hér heima, við háskólann í Ósló og í Kaupmanna- höfn. Til fróðleiks má geta þess, að meðal annarra styrkja úr hugvísindadeild Vísindasjóðs á þessu ári er styrkur til Björns S. Stefánssonar vegna þátttöku hans í norrænni rannsókn á nýjungum í skipan sveitarstjórnarmála eftir 1945. Þá var veittur styrkur til að rannsaka ofbeldi í íslenskum fjölskyldum. Styrk- þegar eru Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur, Sigrún Júlíusdóttir félags- ráðgjafi og Þorgerður Benediktsdóttir lögfræðingur. Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins hefur Viðar Már Matt- híasson lögfræðingur fengið styrk frá norskum stjórnvöldum til að stunda framhaldsnám í Osló i samninga- og kröfurétti. Þ. V. 176

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.