Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 45
spjald. Verður allt skjalabókhaldið því eins, hvert sem upphaf máls- ins er. Fulltrúinn gerir á þessu stigi tillögu um afgreiðslu málsins, og athug- ar fyrst, hvort því skuli vísað frá. Frávísunarástæður8 eru flokkaðar í 8 flokka: a) Kæran berst of seint. b) Kæran varðar dóma eða embættisfærslu dómara. c) Kæran varðar þau sveitarstjórnarlegu málefni, sem ekki heyra undir umboðsmann. d) Kæran varðar önnur málefni, sem ekki heyra undir umboðs- mann, m.a. löggjafarsjónarmið, einkaréttarleg mál o.fl. e) Kæra má til æðra stjórnvalds. f) Kæran afturkölluð. g) Um er að ræða fyrirspurnir o.fl., en ekki raunvei’ulega kæru. h) Annað, þ.á m. nafnlaus bréf og augsýnilega tilefnislausar „kærur“. Mikil áhersla er á það lögð, að kærendur heyri sem fyrst frá um- boðsmanni, og hefur hann sett sem fasta starfsreglu 10 daga hámark. Sé málinu vísað frá, er kæranda einum sent bréf um það. Ef kæru- möguleikar til stjórnvalda hafa ekki verið nýttir, er málið mjög oft framsent þeim og kæranda tilkynnt að svo hafi verið gert, og sé þar með lokið afskiptum umboðsmanns af málinu, nema ný niðurstaða æðsta stjórnvalds verði kærð til hans, þegar þar að kemur. Sé máli ekki vísað frá, er því stjórnvaldi, sem endanlega hefur úr- skurðað í málinu (þ.e. æðsta stjórnvaldi, sem um málið hefur fjallað) ritað bréf, og það beðið um upplýsingar. Er þar oftast um að ræða tvenns konar upplýsingar: Beðið er um öll gögn málsins, en auk þess greinargerðir allra þeirra stjórnvalda, sem með málið hafa farið, þar sem fram komi, hvaða sjónarmið hafi legið til grundvallar við af- greiðslu þeirra. Oft er beðið um öll fyrirliggjandi gögn í upphafi, en eftir athugun á þeim greinargerð, ef þess gerist þörf. Hins vegar er iðuléga beðið um hvort tveggja með einu bréfi, gögn og greinargerð (udtalelse). Jafnhliða bréfaskiptum við opinbera aðila er kæranda tilkynnt a.m.k. um öll meiri háttar atriði og bréfaskipti varðandi mál hans. Áður var nefnd reglan um, að ekki líði meira en 10 dagar frá móttöku kæru 8 Þ.e. frávísunarástæður og annað, sem leiðir til þess að mál eru ekki athuguð frekar eftir útvegun og yfirlestur gagna. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.