Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 53
— Stjórn almannavarna verði bæði í höndum ríkis og sveitarfélaga. Jafn- framt verði allar framkvæmdir vegna staðbundinna almannavarna verk- efni sveitarfélaga og kostaðar af þeim. — Löggæslumál verði í höndum ríkisvaldsins eins og verið hefur. — Vinnumiðlun og atvinnuleysisskráning verði verkefni sveitarfélaganna. — Það verði háð ákvörðun einstakra sveitarstjórna, hver þátttaka sveitar- félaga í atvinnumálum skuli vera. Hinn 17. apríl 1978 skilaði nefndin félagsmálaráðherra áfangaskýrslu þeirri, sem fjallað hefur verið um hér að framan og varðar grundvallarsjónarmið og verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hinn 28. febrúar 1979 skipaði þáverandi félagsmálaráðherra Magnús H. Magnússon sex nýja menn í nefndina, og leysti jafnframt jafnmarga nefnd- armenn frá störfum. Þeir sem leystir voru frá störfum voru Friðjón Þórðarson, Gunnlaugur Finnsson, Kristján J. Gunnarsson, Ólafur G. Einarsson, Páll Líndal og Steinþór Gestsson, en í stað þeirra voru skipaðir Alexander Stefánsson, Guðmundur B. Jónsson, Jón G. Tómasson, Böðvar Bragason, Georg H. Tryggvason og Gunnar Jónsson. Nefndin skilaði félagsmálaráðherra áfangaskýrslu um stjórnsýslukerfið 29. janúar1980. í 1. hluta skýrslunnar kemst nefndin m.a. að þeirri niðurstöðu, að forsendur stjórnsýslukerfisins eins og það er nú séu að verulegu leyti brostnar. Þær náttúrlegu forsendur, sem áður settu sveitarfélögum og sýslum sjálfgerð mörk, eigi ekki lengur við nema að óverulegu leyti. Félagsleg samskipti manna vegi mun þyngra, þegar leitað er heppilegra marka fyrir stjórn- sýslueiningarnar. Nefndin bendir ennfremur á nauðsyn endurskoðunar á stjórnsýslukerfinu, eigi sveitarfélög og héruð að vera fær um að taka við verkefnum, sem nú eru í umsjá ríkisvaldsins, auk þess sem þróunin almennt virðist stefna í átt til aukinnar skipulagningar og félagshyggju. Tillögur nefndarinnar um stjórnsýslukerfi sveitarstjórnarmála eru: — í landinu verði einungis tveir lögformlegir valdhafar í stjórnsýslu landsins, þ.e. ríki og sveitarfélög. Nefndin telur, að tveggja þrepa stjórnsýslukerfi verði aðeins virkt, takist að efla sveitarfélögin. — Almenn forsenda aukinnar samvinnu sveitarfélaga, sem síðan leiði til sameiningar, verði efling þjónustu, þar sem mið er tekið af íbúafjölda svæðis, samgöngum, félagstengslum og landfræðilegum aðstæðum. Nefndin leggur ekki fram tillögu um, hvaða sveitarfélög skuli auka sam- vinnu sín á milli eða sameinast. — Réttarstaða allra sveitarfélaga verði hin sama. Forsenda þess er, að hin minni sveitarfélög eflist verulega og sameinist öðrum sveitarfélögum eftir þeim markmiðum sem lýst er. — Öll sveitarfélög verði skylduð til að ráða sveitarstjóra. Heppilegt kann að vera, að tvö eða fleiri sveitarfélög ráði sameiginlegan sveitarstjóra. — Ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga hvetji sveitarstjórnir til sameiningar sveitarfélaga með kynningu á málefnum, sérfræðiaðstoð og fjárstuðningi. Náist ekki marktækur árangur á frjálsum grundvelli inn- an fárra ára, kæmi til endurmats, hvort lögbjóða eigi sameiningu. Heppi- legt virðist að ráðuneytið og sambandið geri frumtillögur um sameiningu sveitarfélaga. 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.