Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 4
HÁKON GUÐMUNDSSON Hákon Guðmundsson andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 6. janúar Í980 eftir erfið veikindi. Hann fæddist 18. október 1904, og voru for- eldrar hans Ragnhildur Jónsdóttir og Guð- mundur Þorbjarnarson, sem lengi bjuggu á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Hákon lauk embætt- isprófi 1930 og var síðan fulltrúi lögmannsins í Reykjavík til 1936. Hæstaréttarritari var hann 1936—1964, en síðan yfirborgardómari í Reykja- víktil 1974. Hann varforseti Félagsdóms 1938— 1974. Hann gegndi margvíslegum störfum öðr- um. Meðal annars vann hann mikið að skóg- rækt og landvernd og var formaður Skógrækt- arfélags íslands og Landverndar um árabil. Hákon kvæntist 1933 Ólöfu Dagmar Árnadóttur frá Skútustöðum við Mývatn. Dætur þeirra eru þrjár: Inga Huld sagnfræðingur og blaðamaður, Hildur vefari og Hjördís sýslumaður. Fundum okkar Hákonar bar fyrst saman á árinu 1963 með nokkuð óvenju- legum hætti. Ég var í laganámi og hafði fengið verkefni til úrlausnar, sem ég réð ekki við. Ég ákvað þá að ganga á fund Hákonar og leita ásjár hans. Hann var þá hæstaréttarritari en mér þersónulega ókunnugur. Talsverðan kjark þurfti til þess að framkvæma þessa ákvörðun, því að Hákon var þá löngu landskunnur maður og gegndi mikilvægu embætti, en ótíndum skólastrákum, eins og mér, stóð þá nokkur beygur af slíkum mönnum. Ekki veit ég núna, hvers vegna ég valdi einmitt Hákon til þess að leiðbeina mér og hjálpa. Þessa tilviljunarför mína tel ég hafa orðið mér einstaklega heilladrjúga. Ekki löngu síðar átti hún þátt í því, að ég varð fyrsti löglærði fulltrúinn, sem Hákon réð, eftir að hann tók við embætti yfir- borgardómara á árinu 1964. Þetta varð upphaf að löngum samstarfs- og vináttuferli. Við störfuðum saman við borgardómaraembættið í 10 ár, eða þar til hann lét af embætti í árslok 1973. Skömmu síðar bar fundum okkar saman í starfi á ný, er Hákon gegndi störfum prófdómara við lagadeild Háskóla islands allt til dauðadags og í enn öðrum samböndum. Hákon var að mínu mati góður lögfræðingur, mikill mannasættir og frá- bær vinur. Hákon var góður lögfræðingur vegna framhaldsmenntunar, marg- víslegrar starfsreynslu og eðlisgreindar. Þetta kemur fram í ritverkum hans og í rækslu margvíslegra trúnaðarstarfa. Að mínu mati og margra annarra nánustu samstarfsmanna Hákonar kom þetta vel í Ijós, er hann gegndi 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.