Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 34
ákvæði um framkvæmd eignarnámsins í því tiliki, eða þau vísa til laga um framkvæmd eignarnáms, nú 1. 11/1973, en í þeim eru ítarleg ákvæði um meðferð mats fyrir matsnefnd eignarnámsbóta. önnur lög, sem ekki kveða á um eignarnám, en fela í sér annarskonar kvaðir eða takmarkanir á eignar-, umráða- eða ráðstöfunarrétti, hafa og oft að geyma ákvæði um málsmeðferðina. Sem dæmi um framangreind tilvik má nefna 2. og 3. mgr. 26 gr. og 1. og 2. mgr. 30. gr. 1. 47/1971 um nátt- úruvernd, þar sem kveðið er á um, að við stofnun fólkvangs og frið- lýsingu landssvæðis, sem kann að hafa í för með sér takmörkun á umráðarétti landeiganda, skuli Náttúruverndarráð gefa honum/þeim kost á að gera athugasemdir og koma að mótmælum, áður en endan- leg ákvörðun er tekin. Er gefinn tiltekinn frestur til að neyta þessa réttar. Hér má og vísa til 7. mgr. 66. gr. 1. 34/1964 um loftferðir, orku- laga 58/1967, vatnalaga 15/1923, 17. gr. skipulagslaga 19/1964 og 14. gr. laga 12/1923 um einkaleyfi o. fl. o. fl. b) Lögjöfnun eða gagnályktun? Þegar framangreindum lagaákvæðum sleppir, vaknar sú spurning, hvort telja megi almennar réglur um slíkan andmælarétt aðila gilda í íslenskum stjórnarfarsrétti án beinna lagaákvæða. Má þannig beita lögjöfnun og draga þá ályktun af einstökum lagaákvæðum, að and- mælaréglan gildi almennt í íslenskum rétti eða a. m. k. á einstökum sviðum hans? Lagaákvæði þau, er kveða á um andmælarétt aðila, eru svo sundurleit og dreifð, að ekki verður talið, að þau séu grundvöllur almennrar réttarreglu þess efnis. öðru máli gegnir um það, hvort þau verði talin leiða líkur að því, að andmælareglan gildi almennt á tiltekn- um sviðum stjórnarfarsréttar. Verður vikið að því frekar í niðurlagi erindis þessa. Ekki verður talið heimilt að gagnálykta af einstökum lagaákvæð- um, þannig að andmælareglan verði því aðeins talin gild, að hún sé lögfest í hverju einstöku tilviki. c) Dómar. Fáar skýlausar dómsúrlausnir eru fyrir hendi um gildi andmæla- reglunnar í íslenskum stjórnarfarsrétti — og hún er í engri þeirra beinlínis nefnd. Þó má telja nokkra dóma Hæstaréttar og tvo dóma bæjarþings Reykjavíkur bera slíkri meginreglu vitni: Hrd. VII 145, XIX 246, XXXVI 789, XLIII 945 og XLV 46 og bþd. 23. október 1968 í sveitfestimáli og 7. febrúar 1978 í máli, er fjallaði um eignarnám skv. skipulágslögum. 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.