Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 15
varðlagsnefndar dæmd ógild þar sem hún byggði ekki á lögmætum
forsendum.
4.3 Tengsl óháðs eftirlitsaðila, t.d. umboðsmanns Alþingis,
og stjórnsýslulaga.
1 framhaldi af þessu kemur upp sú spurning, hvort tilvist umboðs-
manns Alþingis eða annars óháðs aðila, er hefði eftirlit með málsmeð-
ferð hjá stjórnvöldum, tryggði, ein sér, að ekki yrði gengið á rétt
borgaranna í skiptum þeirra við hið opinbera. Ég svara þessari spurn-
ingu eindregið neitandi. Að vísu veitti slíkt eftirlit ákveðið aðhald, en
sá galli væri á gjöf Njarðar, að umboðsmaður eða annar sambærilegur
aðili hefði að öllum jafnaði þá fyrst afskipti af einstöku máli, að eitt-
hvað hefði farið úrskeiðis. I stjórnsýslulögum yrði aftur á móti að
finna leiðbeiningar um það, hvernig stjórnvöld ættu að fara að í
hverju einstöku tilfelli. Þar með mætti segja, að slík löggjöf hefði
eins konar fyrirbyggjandi áhrif. Við þetta bætist svo það, sem áður
er lýst, að hér á landi hafa ekki myndast fastmótaðar stjórnsýslu-
venjur eins og gerst hefur í öðrum löndum, t.d. Danmörku. Það yrði
því erfitt, nánast útilokað, fyrir umboðsmann, þótt lærður væri, að
eiga allt í einu að fara að skera úr því hvað væri rétt og hvað rangt
við málsmeðferð íslenskra stjórnvalda, ef ekki væri til að dreifa al-
mennum lagareglum um helstu atriði í málsmeðferðinni. Samkvæmt
því, sem ég hef nú sagt, er það bjargföst skoðun mín, að besta trygging
borgaranna í skiptum við hið opinbera sé sú, að til séu stjórnsýslu-
lög og að auki starfi umboðsmaður Alþingis eða annar aðili til að
fylgjast með því, að þau lög séu virt. Að sjálfsögðu yrði starfssvið
umboðsmanns víðtækara, ef til kæmi, en því verða eflaust gerð skil
síðar á þessu málþingi.
5. ISLENSK STJÓRNSYSLULÖG.
5.1 Hagkvæmni/skilvirkni andspænis réttaröryggi.
Þegar fjallað er um það, hvort settar skuli almennar lagareglur um
málsmeðferð í stjórnsýslunni, er gjarnan ságt, að þar togist á tvenns
konar sjónarmið, annars vegar réttaröryggissjónarmið og hins vegar
hagkvæmnis- eða skilvirknissjónarmið. Þótt ég telji hagkvæmni eða
skilvirkni í íslenskri stjórnsýslu í lágmarki, þá þarf að gæta þess að
vaða ekki úr öskunni í eldinn með því að setja alltof flóknar og ná-
kvæmar reglur um afgreiðslu hinna smæstu mála hjá stj órnvöldum.
137