Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 15
varðlagsnefndar dæmd ógild þar sem hún byggði ekki á lögmætum forsendum. 4.3 Tengsl óháðs eftirlitsaðila, t.d. umboðsmanns Alþingis, og stjórnsýslulaga. 1 framhaldi af þessu kemur upp sú spurning, hvort tilvist umboðs- manns Alþingis eða annars óháðs aðila, er hefði eftirlit með málsmeð- ferð hjá stjórnvöldum, tryggði, ein sér, að ekki yrði gengið á rétt borgaranna í skiptum þeirra við hið opinbera. Ég svara þessari spurn- ingu eindregið neitandi. Að vísu veitti slíkt eftirlit ákveðið aðhald, en sá galli væri á gjöf Njarðar, að umboðsmaður eða annar sambærilegur aðili hefði að öllum jafnaði þá fyrst afskipti af einstöku máli, að eitt- hvað hefði farið úrskeiðis. I stjórnsýslulögum yrði aftur á móti að finna leiðbeiningar um það, hvernig stjórnvöld ættu að fara að í hverju einstöku tilfelli. Þar með mætti segja, að slík löggjöf hefði eins konar fyrirbyggjandi áhrif. Við þetta bætist svo það, sem áður er lýst, að hér á landi hafa ekki myndast fastmótaðar stjórnsýslu- venjur eins og gerst hefur í öðrum löndum, t.d. Danmörku. Það yrði því erfitt, nánast útilokað, fyrir umboðsmann, þótt lærður væri, að eiga allt í einu að fara að skera úr því hvað væri rétt og hvað rangt við málsmeðferð íslenskra stjórnvalda, ef ekki væri til að dreifa al- mennum lagareglum um helstu atriði í málsmeðferðinni. Samkvæmt því, sem ég hef nú sagt, er það bjargföst skoðun mín, að besta trygging borgaranna í skiptum við hið opinbera sé sú, að til séu stjórnsýslu- lög og að auki starfi umboðsmaður Alþingis eða annar aðili til að fylgjast með því, að þau lög séu virt. Að sjálfsögðu yrði starfssvið umboðsmanns víðtækara, ef til kæmi, en því verða eflaust gerð skil síðar á þessu málþingi. 5. ISLENSK STJÓRNSYSLULÖG. 5.1 Hagkvæmni/skilvirkni andspænis réttaröryggi. Þegar fjallað er um það, hvort settar skuli almennar lagareglur um málsmeðferð í stjórnsýslunni, er gjarnan ságt, að þar togist á tvenns konar sjónarmið, annars vegar réttaröryggissjónarmið og hins vegar hagkvæmnis- eða skilvirknissjónarmið. Þótt ég telji hagkvæmni eða skilvirkni í íslenskri stjórnsýslu í lágmarki, þá þarf að gæta þess að vaða ekki úr öskunni í eldinn með því að setja alltof flóknar og ná- kvæmar reglur um afgreiðslu hinna smæstu mála hjá stj órnvöldum. 137
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.