Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 10
2.2 Samanburður á norsku og sænsku stjórnsýslulögunum. Stutt lýsing- á helstu efnisatriðum þeirra. Þess er enginn kostur í svo stuttu erindi sem þessu að lýsa norsku og sænsku stjórnsýslulögunum til neinnar hlýtar. Við fyrstu sýn virð- ast þessi tvenn lög vera gerólík: Norsku stjórnsýslulögin eru þannig mun lengri og ítarlegri en þau sænsku og auk þess nokkuð öðru vísi uppbyggð. Norðmenn greina t.d. á milli stjórnarathafna, þ.e. einstak- legra stjórnvaldsákvarðana, og stjórnvaldsfyrirmæla, þ.e. almennra stj órnvaldsákvarðana. Þannig taka þrír kaflar norsku laganna aðeins til stjornarathafna, en einn kafli tekur sérstaklega til stjórnvalds- fyrirmæla. Sé hins vegar betur að gáð svipar þessum lögum ótrúlega mikið saman. Markmiðið er það sama, eins og áður hefur verið lýst, að tryggja réttaröryggi á sviði stjórnsýslunnar án þess þó að draga verulega úr hagkvæmni eða skilvirkni hennar, svo og að treysta lög- einingu með því að byggja út fjöldanum öllum af sérákvæðum. Gildis- svið beggja laganna er og áþekkt. Síðast en ekki síst hafa þau að geyma nokkurn veginn sömu efnisatriði, þar sem álitaefnin eru yfir- leitt leyst með mjög svo keimlíkum hætti. I báðum lögunum er að finna reglur um eftirfarandi atriði: Hæfi (eða vanhæfi) stjórnvalds til meðferðar einstakra mála, leiðbeiningaskyldu stj órnvalds, rétt máls- aðila, þ.e. þess sem við mál er riðinn, til þess að fá sérstakan tals- mann til að flytja mál sitt fyrir stjórnvaldi og málsskot til æðra stjórnvalds. Þessar reglur geta, eftir því sem við á, tekið til allra stjórnvaldsákvarðana, meðan aðrar reglur í lögunum eiga aðeins við þær ákvarðanir, sem hrófla við réttindum eða skyldum borgaranna. Þessar síðarnefndu reglur varða: Rétt málsaðila til að kynna sér gögn málsins, skyldu stjórnvalds til að láta aðila vita, hvað fram hafi komið í málinu, samfara rétti aðilans til að láta í ljós álit sitt, rétt aðila til að koma erindi sínu á framfæri munnlega og loks rökstuðning stjórn- valdsákvörðunar og birtingu hennar. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi, en gefur þó vonandi einhverja mynd af efni hjnna norsku og sænsku stjórnsýslulaga. 2.3 Undirbúningur að setningu stjórnsýslulaga í Danmörku og Finnlandi Danir og Finnar hafa vissulega fetað í fótspor Norðmanna og Svía, en farið sér öllu hægar. I Finnlandi hefur nýlega vei'ið lagt fram frum- varp til laga um málsmeðferð í stjórnsýslunni, „Lag om förvaltnings- förfarande". Finnska frumvarpið líkist í stórum dráttum sænsku stjórnsýslulögunum, þótt það víki frá þeim á stöku stað. 1 Danmörku 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.