Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 10
2.2 Samanburður á norsku og sænsku stjórnsýslulögunum. Stutt lýsing- á helstu efnisatriðum þeirra. Þess er enginn kostur í svo stuttu erindi sem þessu að lýsa norsku og sænsku stjórnsýslulögunum til neinnar hlýtar. Við fyrstu sýn virð- ast þessi tvenn lög vera gerólík: Norsku stjórnsýslulögin eru þannig mun lengri og ítarlegri en þau sænsku og auk þess nokkuð öðru vísi uppbyggð. Norðmenn greina t.d. á milli stjórnarathafna, þ.e. einstak- legra stjórnvaldsákvarðana, og stjórnvaldsfyrirmæla, þ.e. almennra stj órnvaldsákvarðana. Þannig taka þrír kaflar norsku laganna aðeins til stjornarathafna, en einn kafli tekur sérstaklega til stjórnvalds- fyrirmæla. Sé hins vegar betur að gáð svipar þessum lögum ótrúlega mikið saman. Markmiðið er það sama, eins og áður hefur verið lýst, að tryggja réttaröryggi á sviði stjórnsýslunnar án þess þó að draga verulega úr hagkvæmni eða skilvirkni hennar, svo og að treysta lög- einingu með því að byggja út fjöldanum öllum af sérákvæðum. Gildis- svið beggja laganna er og áþekkt. Síðast en ekki síst hafa þau að geyma nokkurn veginn sömu efnisatriði, þar sem álitaefnin eru yfir- leitt leyst með mjög svo keimlíkum hætti. I báðum lögunum er að finna reglur um eftirfarandi atriði: Hæfi (eða vanhæfi) stjórnvalds til meðferðar einstakra mála, leiðbeiningaskyldu stj órnvalds, rétt máls- aðila, þ.e. þess sem við mál er riðinn, til þess að fá sérstakan tals- mann til að flytja mál sitt fyrir stjórnvaldi og málsskot til æðra stjórnvalds. Þessar reglur geta, eftir því sem við á, tekið til allra stjórnvaldsákvarðana, meðan aðrar reglur í lögunum eiga aðeins við þær ákvarðanir, sem hrófla við réttindum eða skyldum borgaranna. Þessar síðarnefndu reglur varða: Rétt málsaðila til að kynna sér gögn málsins, skyldu stjórnvalds til að láta aðila vita, hvað fram hafi komið í málinu, samfara rétti aðilans til að láta í ljós álit sitt, rétt aðila til að koma erindi sínu á framfæri munnlega og loks rökstuðning stjórn- valdsákvörðunar og birtingu hennar. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi, en gefur þó vonandi einhverja mynd af efni hjnna norsku og sænsku stjórnsýslulaga. 2.3 Undirbúningur að setningu stjórnsýslulaga í Danmörku og Finnlandi Danir og Finnar hafa vissulega fetað í fótspor Norðmanna og Svía, en farið sér öllu hægar. I Finnlandi hefur nýlega vei'ið lagt fram frum- varp til laga um málsmeðferð í stjórnsýslunni, „Lag om förvaltnings- förfarande". Finnska frumvarpið líkist í stórum dráttum sænsku stjórnsýslulögunum, þótt það víki frá þeim á stöku stað. 1 Danmörku 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.