Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 22
staddur þinghöld og kynna sér skjöl málsins, nema dómari telji, að
slíkt geti tafið eða torveldað rannsókn málsins.
Um þinglýsingar segir í 53. gr. nýju þinglýsingarlaganna, að dóms-
málaráðuneytið setji reglur um, að hvaða marki almenningi sé gefinn
kostur á að kynna sér efni þinglýsingarbóka. Þessar reglur hafa ekki
verið settar. Engar hörnlur virðast lagðar á öflun veðbókarvottorða.
Virðist hver sem er geta beðið um veðbókarvottorð fyrir hvaða eign
sem er, ef hann innir af höndum hina lögboðnu greiðslu.
C. YMIS LÖG, SEM FJALLA AÐ EINHVERJU LEYTI
UM AÐGANG MÁLSAÐILA AÐ GÖGNUM MÁLSINS.
Ég mun rekja lauslega ákvæði ýmissa laga, þar sem fyrir hendi
eru ákvæði í settum rétti hér að lútandi.
1. Lög um tekjuskatt og eignarskatt.
I 100. grein nýju laganna um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 40/
1978, er vikið að því, að hafi ríkisskattstjóri kært úrskurð skattstjóra,
skuli ríkisskattanefnd senda skattaðila endurrit kæru ásamt gögnum,
seni henni kunna að hafa fylgt, og gefa honurn kost á, innan hæfilegs
frests, að koma fram með andsvör sín og gagnrök. Ef ákveðið er, að
sérstakur málflutningur verði hjá ríkisskattanefnd um mál, skulu gilda
almennar reglur um málflutning fyrir héraðsdómi.
Við meðferð mála hjá ríkisskattanefnd varðandi úrskurð á sekt-
um, skal gæta ofangreindra reglna, eftir því sem við á, og veita sak-
borningi færi á að taka til varna.
Eru ákvæði þessi svipuð ákvæðum eldri laga um tekjuskatt og
eignarskatt.
2. Lög um framkvæmd eignarnáms o. fl.
I 8. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms segir, að eig-
endur og rétthafar eigna skuli eiga þess kost að kyrína sér skjöl. 1
niörgum lögum, t. a. m. orkulögum, vatnalögum og landskiptalögum,
er vísað til laganna um framkvæmd eignarnáms varðandi málsmeð-
ferð.
3. Frumvarp til laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum,
er varða einkamálefni (tölvulög).
Frumvarp þessa efnis verður væntanlega lagt fyrir Alþingi í vet-
ur, nokkuð breytt frá því frumvarpi, sem áður hefur verið lagt fram.
Markmið lagafrumvarpsins er að tryggja aukna vernd einstaklinga
144