Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 3
rniAKii- w LðfiFRÆBm 3. HEFTI 31. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1981 MYNDSEGULBÖNDIN Um þessar mundir er mikið rætt um myndsegulbönd. Er þá í fyrsta lagi átt við bönd, sem skoða má á sjónvarpsskermi, þegar sá vill, sem hefur umráð þeirra og að auki ræður yfir sjónvarpstæki og tæki til að ,,spila“ myndbandið. í öðru lagi er átt við myndsegulbönd, sem sýnd eru mörgum samtímis, fólki í fjölbýlishúsum eða öðrum nágrönnum. Þurfa þá einhvers konar leiðslur eða leiðslukerfi til að koma. Margir hafa áhuga á þeim tækjum, sem til þessa eru notuð, og telja sig munu hafa gagn og gleði af að hafa umráð þeirra og nota þau. Framleiðsla og sala myndbandanna hefur ekki að því er virðist verið með þeim hætti, að höfundar verndaðs efnis hafi fengið greiðslur, a.m.k. ekki nema stundum, og fjarskiptalög og útvarpslög áskilja ríkinu einkarétt til starfsemi á þessu sviði. Er Ijóst, að um notkun myndsegulbanda þarf að setja nýjar réttarreglur, ef ekki á að reyna að koma í veg fyrir hana með öllu, sem fáir munu hafa hug á. Af ummælum í blöðum verður ráðið, að sumir þeirra, sem standa að starf- rækslu á þessu sviði, láta sér bókstaf laga í léttu rúmi liggja. Er það ámælis- vert að sjálfsögðu. Alþingismenn og yfirvöld hafa rætt málin, en ekki til þessa tekið þau föstum tökum. Ekki verður séð, að þingmenn hafi neitt gert til að breyta gildandi lögum. Yfirvöld hafa einnig tekið linlega á málum. Það er að vísu góðra gjalda vert að kanna málið sem best, og til þess hefur verið sett nefnd, eins og segir á öðrum stað í þessu hefti. En torséð er, hvers vegna þurfti að bíða álits nefndar áður en lögreglurannsókn hófst á lögmæti starfsemi myndbandafyrirtækja. Og heldur er það kostulegt að slík rannsókn var loks hafin, er borgari nokkur hafði sent kæru um efni, sem allir þekktu áður til úr fréttum. Það er hætt við, að tilfinningin sljóvgist fyrir gildi þess, að lög og reglur séu virtar, ef ekki er brugðist fljótt og rétt við aðstæðum eins og þeim, sem hér var lýst.Vel má vera, að rétt sé að breyta gildandi reglum, en það er ekki tii góðs að láta reka á reiðanum, meðan það hefur ekki verið gert. Þ. V. 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.