Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 14
Islenska sifjalaganefndin er með svipaðar tillögur og danska nefnd- in. Hún mælir með, að lögfest verði regla, sem heimilar frávik frá helmingaskiptum og ákvæðum um skipti á séreign, ef skipti yrðu að öðrum kosti bersýnilega ósanngjörn fyrir annað hjóna, sérstaklega þegar tekið er tillit til fjárhags hjónanna og lengdar hjúskaparins. Einkum yrði þessu beitt, ef annað hjóna hefur flutt í búið verulega miklu meira en hitt við hjúskaparstofnun eða erft síðar eða fengið að gjöf. Auk þess er lagt til, að frávik frá helmingaskiptum verði leyfð, þegar annað hjóna hefur með vinnu, framlögum til framfærslu fjölskyldunnar eða á annan hátt stuðlað verulega að aukningu á þeirri fjáreign, sem fellur hinu hjóna í skaut, eða hefur átt hlut að því að bæta fjáreign hins að öðru leyti. Ef annað hjóna hefur rýrt hjúskap- areign sína með óhæfilegu atferli og það hefur leitt til skerðingar á fjárhlut þeim, sem hitt hjóna á tilkall til, má einnig víkja frá helm- ingaskiptum. Lagt er til, að þessum réglum verði einnig hægt að beita til hágsbóta fyrir ei'fingja maka, ef tillitið til þeirra mælir sérstak- lega með því. Sérreglur um bústað og innbú Eins og lýst var hér að framan, hafa Finnar, Norðmenn og Svíar komið með hugmyndir um, að bústaður og innbú verði sameign hjóna. Þetta eru vissulega þau verðmæti, sem mestu skipta fyrir hverja fjölskyldu, og er full þörf fyrir verndarreglu. En rétt er að benda á, að við höfum þegar sérreglu um bústað og innbú, þar sem er áskiln- aður um samþykki maka til ráðstöfunar á þessum eignum. Er því álitaefni, hvort þörf sé á frekari verndarreglum. Eins og minnst var á hér að framan, er ákaflega lítill munur á reglunum eins og þær eru í dag og sameignarfyrirkomulaginu að því er snertir ráðstöfunarrétt og skipti. Áð því er skuldaábyrgðina varðar, er aftur á móti mikill munur. » Það hafa einnig komið fram þær hugmyndir, að hús og innbú standi ekki til fullnustu skuldheimtumönnum almennt, heldur einungis þeim skuldum, sem hvíla beint á þessum eignum. Það má vissulega segja, að það sé aðlaðandi hugsun á bak við norsku sameignarhugmyndina, að heimavinnandi maki fái raunhæfan rétt yfir eignunum, meðan á hjúskap stendur, en ekki aðeins rétt, þegar til skipta kemur vegna skilnaðar. Samt sem áður tel ég það vera and- stætt þeirri jafnréttisþróun, sem orðið hefur, að lögfesta reglu um, að vissir hlutir séu í sameign hjóna, alveg án tillits til fjárframlaga hvors um sig. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.