Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 11
við skipti hefur að meginstefnu til verið bundinn við eigin hjúskap- areignir, og er það oft ósanngjarnt gagnvart þeim maka, sem ekkert á. I ofangreindum dómi höfðu hjón keypt sér hús og lagði maðurinn einn fram fé og vinnu til kaupanna. Konan lagði ekkert til kaupanna, en annaðist heimilið og þrjú lítil börn þeirra hjóna. Við skilnað krafð- ist maðurinn þess að fá húsið útlagt sér, en Hæstiréttur hafnaði því. Þrír dómarar töldu, að hjónin hefðu sameiginlega eignast húsið, og yrði því að taka tillit til heimavinnandi maka. Tveir dómarar töldu, að það væri bersýnilega ósanngjarnt, að maðurinn fengi húsið. Mikl- ar umræður hafa orðið um þennan dóm, og er talið nokkuð óljóst, hvaða afleiðingar hann hefur fyrir fjármál hjóna almennt.12 Er af- leiðingin kannski sú, að allt, sem hjónin eignást í hjúskapnum, verði sameign þeirra, þannig að bæði hjónin verði að standa að öllum samn- ingum um hlutina? 1 hvaða hlutföllum á sameignin að vera? Á vinna heimavinnandi maka enga þýðingu að hafa, ef fullkomið séreigna- fyrirkomulág er á milli hjóna? Það hafa ekki enn fengist svör við öllum þessum spurningum. Rétt er að benda á dóminn í NRT 1978:871, þar sem skuldheimtumenn mannsins gerðu fjárnám í húsi og bíl, sem var séreign konu skv. kaupmála. Maðurinn átti engar eignir, en hafði hærri tekjur en konan. Hæstiréttur taldi, að meta yrði eignahlutföllin í fasteign, sem keypt væri til sameiginlegs bústaðar fjölskyldunnar, en ekki byggja eingöngu á formsástæðum við slíkt mat. Ef litið yrði svo á, að húsið og bíllinn væru í sameign hjónanna, gætu skuld- heimtumenn mannsins aðeins gert fjárnám í eignarhluta hans. Þetta hefur verið túlkað á þá leið, að skuldheimtumenn konunnar hefðu einnig orðið að virða meðeignarrétt mannsins.13 Á AÐ AFNEMA HELMINGASKIPTAREGLUNA? Ég hef hér að framan drepið á aðalatriðin í lögunum um fjármál hjóna og nefnt þær helstu breytingar, sem gerðar hafa verið á þeim. Það, sem nú liggur fyrir, er að athuga, hvort tímabært sé að gera frekari breytingar á lögunum, og þá sérstaklega, hvort rétt sé að hverfa frá helmingaskiptareglunni og yfir í séreignarfyrirkomulag. Eins og tekið var fram í innganginum, hefur þjóðfélagið tekið mikl- um breytingum, frá því að lögin um fjármál hjóna voru sett fyrir u.þ.b. 60 árum. Lögin voru stórt spor í jafnréttisátt, þar sem þau byggðu á sérforræði og sérskuldaábyrgð hvors hjóna um sig. Heima- vinnandi maki hefur þó ekki öðlast það sjálfstæði, sem reiknað var með í lögunum, því að hann var sjaldnast í aðstöðu til að eignast nein- 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.