Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 13
unni sem aðalreglu, en heimila nokkuð víðtæk frávik frá henni,15 og má segja, að aðalágreiningurinn sé um, hvernig ákveða skuli slík frávik. Finnska sifjalagnefndin hefur mælt með því í nefndaráliti sínu, að hlutur maka í hjúskapareignum hins maka skuli fara vaxandi eftir lengd hjúskapar. Skuli aukningin vera 5% á ári, þannig að eftir 10 ára hjónaband eigi maki rétt á að fá helming af nettóhjúskapareign hins makans.16 Nefndin er einnig með tillögu þess efnis, að við skipti eigi að líta á fasteign, sem fengin er meðan á hjúskap stendur til bú- staðar fjölskyldu, sem sameign hjóna. Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni. Á lögfræðingaþing- inu í Oslo 1954 kom Áke Malmström fram með svipaða hugmynd.17 Sænska sifjalaganefndin hefur komist að 'svipaðri niðurstöðu og Finnar. Telja nefndarmenn rétt að halda helmingaskiptareglunni sem aðalreglu, en þó yrði aðeins um hlutfallslega skiptingu að ræða, ef hjúskap lyki fyrir skilnað innan 10 ára, þannig að hjúskaparréttur- inn ykist árlega, þar til helmingaskiptum væri náð eftir 10 ára hjú- skap. Ef hjónin hefðu búið saman, áður en þau giftu sig, og eignast barn, þá ætti að reikna 10 ára tímann frá fæðingu barnsins.18 Auk þessa mæla Svíarnir með því að hafa heimild til að víkja frá helm- ingaskiptareglunni, þegar sérstaklega stendur á. Sænska nefndin hef- ur einnig komið með hugmyndir um, að vissar eignir, þ.e. bústaður og innbú, verði sameign hjóna, og er það rökstutt á þann hátt, að fjárhagsleg samstaða hjóna geri það oft mjög erfitt að meta, hvort þeirra er eigandi ákveðins hlutar. 1 norskum lögum hefur lengi verið regla, sem heimilar víðtæk frá- vik frá helmingaskiptareglunni. Norskir dómstólar hafa einnig, eins og að framan segir, í ríkum mæli kveðið á um, að eignir séu í sam- eign hjóna. Húgmyndir norsku nefndarinnar hníga í þá átt að líta eigi á bústað og innbú, sem aflað er meðan hjúskapur varir, sem algera sameign hjóna í öllum tilvikum. Danska nefndin hefur í áliti sínu19 mælt með, að tekin verði upp víðtækari fráviksregla en nú er í lögum. Danskir dómstólar hafa sjald- an dæmt sameign milli hjóna, enda er ekki mikil þörf fyrir sameignar- reglu í hjúskap með hjúskapareignafyrirkomulagi, og ségja má, að það sé andstætt þeim sjálfstæðisanda, sem lögin um fjármál hjóna byggja á. Það rísa upp viss vandamál, ef lögfesta á sameignarreglu. Á hún einungis að ná yfir bústað og innbú, eða á hún að vera víðtækari, ná t.d. líka til annarra eigna? 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.