Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Qupperneq 32
nægilega sveigjanleg regla og alls ekki sanngjörn í öllum tilvikum. Ég tel einnig nauðsynlegt að breyta skiptalögum á þann veg, að skiptaréttur geti skipt búi sambúðarfólks. Þá tel ég, að ekki eigi að vera fjárhagslega hagkvæmara fyrir fólk að búa saman ógift en gift, og sé því rétt að breyta þeim reglum, sem hafa þau áhrif. Því tel ég rétt, að réttur til framfærslueyris úr hendi fyrrverandi maka falli niður, ef rétthafi er í varanlegri sambúð, svo og réttur langlífari maka til setu í óskiptu búi. Rétt er að láta sömu reglur gilda í þessum tilvikum, hvort sem gengið er í hjúskap eða sambúð, því að svipuð sjónarmið koma til greina. NIÐURLAG Ég hef hér að framan gert nokkra grein fyrir gildandi reglum um fjármál hjóna og sambúðarfólks og reifað helstu hugmyndir, sem fram hafa komið um breytingar á þessum málum. Það væri mikill hagur að því að fá nánari umræður um ýmsa þætti, og hef ég þar sérstaklega í huga eftirfarandi: Á að lögfesta frekari frávik frá helmingaskiptareglunni ? Ef svo er, á það þá að vera eftir mati dómstóla, eða á að lögfesta sérstaka hlut- fallslega skiptareglu, ef hjúskap lýkur innan 10 ára? Er þörf á frekari verndarreglum varðandi bústað og innbú? Er rétt að lögfesta reglu um það, að þessar eignir séu sameign hjóna? Á slík sameign að vera virk í hjúskapnum sjálfum eða aðeins verða virk við skiptin? Á að setja sérstaka löggjöf um fjármál sambúðarfólks? Ef svo er, ætti þá allt, sem aðilar eignast á sambúðartímanum, að verða sam- eign þeirra, eða aðeins eignir, sem ætlaðar eru til sameiginlegra nota? Eða er nægilégt að hafa aðeins sanngirnisreglu, sem kemur til greina við skiptin? Á sambúð að hafa í för með sér, á sama hátt og hjúskapur, niður- fall vissra réttinda, eins og réttar til setu í óskiptu búi og til fram- færslueyris frá fyrrverandi maka? 146

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.