Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 51
samvinnu á þessu sviði. Var siðan gestunum sýnt húsnæði ráðuneytisins, sem fyrir 2—3 vikum hafði flutt f ný húsakynni (í fyrsta sinn um aldir). — Hið gamla „Kanslihus" fellur nú undir nýbyggingu þinghússins sem nú er hafin. Dómsmálaráðuneytið ásamt skrifstofum forsætisráðherrans hafa þó aðeins flutt yfir „Strömmen" handan þinghússins. Um kvöldið var gestunum búin veizla í veizlusalarkynnum ríkisstjórnarinnar, ,,Haga“-höllinni. 23. júní var flogið í lítiili þotu (8 farþega) til Umeá í Norður-Svíþjóð, tæpt klukkustundar flug. Var gestunum sýnt þar, fyrir hádegi, nýjasta fangelsisbygging í Svíþjóð, sem tekin var í notkun í maíbyrjun s.l. — Var farið mjög gagngert um allar vistarverur og vinnustaði. Var þessi skoðunarferð mjög fróðleg, þar sem skipulag stofnunarinnar verður um margt nýstárlegt og fangelsið lítið, fyrir um 20 vistmenn og yfirsýn góð. Lýsti forstöðumaður stofnuninni fyrir gest- unum. Að þessu búnu var setinn hádegisverður Landshöfðingjans í Vestur- Botni, Sven Johansson, en síðan var flogið til norðurs með þotunni til náma- bæjarins Kiruna, talsvert norðan við heimskautsbaug. Var lögreglustöð bæj- arins, sem er mjög nýleg, sýnd gestunum. Einkum var gerð grein fyrir björg- unarstarfsemi og búnaði lögregluliðsins, sem annast þau störf í víðlendustu og strjálbýlustu fjallahéruðum Svíþjóðar, í háfjöllunum í kring um Kebnekaise nærri landamærum Noregs. Voru sýndar litskyggnur af þyrlu- og fjallgöngu- leit að týndum manni, sem ætlað hafði að klífa einn hátind Kebnekaise (2111 m.) Hann hafði fundizt látinn í fjallaskorningum eftir langa leit. Var förinni nú enn haldið áfram, nú í norðvestur, með tveimur litlum þyrl- um, sem rúmuðu, eins og þotan, aðeins þá átta farþega sem í förinni voru, en það voru ráðherrarnir og ráðuneytisstjórar þeirra og eiginkonur. Var nú flogið að ferðamannaslóð, Björkliden við Narvíkur-járnbrautina, nærri norsku landamærunum. Var þar tekin gisting. Var síðan næsta morgun þyrlunum flogið aftur til Kiruna, en nú um hreindýraslóðir og á milli fjallatinda í ná- grenni Kebnekaise í allt að 1900 metra hæð. — Var síðan fylgzt með um- ferðarlöggæzlu lögreglunnar í Kiruna á hraðbrautum utan bæjarins og sýnd voru tæki hennar til hraðamælinga og ölvunarmælinga. Var síðan skoðuð Sama (Lappa) byggð í bænum Jukkasjárvi. — Síðan var flogið með þotunni frá Kiruna til Stokkhólms eftir hádegið. Um kvöldið hafði dóms- og kirkju- málaráðherra boð inni fyrir gestgjafa sinn og ýmsa gesti með honum, og var sá fagnaður haldinn á vegum Ingva Ingvarssonar, ambassadors, á heim- ili hans. Lauk heimsókninni þar með. (Fréttatilkynning dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 6. júlí 1981). SKIPAÐ í FÉLAGSDÓM Samkvæmt 3. grein laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur var skipað í Félagsdóm til þriggja ára frá 1. október 1980 að telja. Dóminn skipa þessir menn: Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti, skipaður af Hæstarétti, og er hann forseti dómsins. Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari, skipaður af Hæstarétti. 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.