Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Síða 12
ar hj úskapareignir og hafði þar af leiðandi ekki ráðstöfunarrétt yfir neinum eignum. Lögin byggja þó ekki einungis á sjálfstæði makanna heldur taka þau tillit til þeirrar hagsmunalegu samstöðu, sem hjúskapur hefur oftast nær í för með sér. Það er gert með framfærslureglunum og helmingaskiptareglunni. 1 þeim umræðum, sem orðið hafa á síðustu árum um jafnrétti kynj- anna, hefur aðaláherslan verið lögð á það, að jafnrétti náist ekki í reynd, fyrr en konan hefur öðlast fjárhagslegt sjálfstæði á við karl- inn. Hin gagnkvæma framfærsluskylda milli hjóna hefur sætt mik- illi gagnrýni og er talin stuðla að því að viðhalda fjárhagslegu ósjálf- stæði kvenna. Séreignafyrirkomulag í hjúskap er í samræmi við þess- ar hugmyndir. Ég verð að viðurkenna, að mér finnast þessar hugmyndir aðlað- andi. Takmarkið hlýtur að vera, að hver einstaklingur geti framfært sig sjálfur og að framfærsluskyldan milli hjóna verði afnumin og eingöngu bundin við börnin. Að því er eignafyrirkomulagið varðar, þá gæti annaðhvort verið um algert séreignafyrirkomulag að ræða, eða, það sem er líklega raunhæfara, aðeins um þær eignir, sem kom- ið er með í hjúskapinn, eða eru fengnar fyrir arf eða gjöf. En þótt sett hafi verið jafnréttislög á Norðurlöndum, hefur afleiðingin ekki orðið sú, að konur standi jafnfætis körlum, fjárhagslega séð. Það verður því að líta á staðreyndirnar eins og þær eru í dag. Enn í dag er stór hópur kvenna, sem enga starfsmenntun hefur, og hefur aðeins unnið á heimilunum, auk þess sem konur hafa lægri laun en karlar. Löggjafinn verður því enn í dag að taka tillit til þessa hóps. Framfærsluskyldureglurnar og helmingaskiptareglan eiga því enn rétt á sér, þótt drauminn sé algert fjárhagslegt sjálfstæði hjóna. 1 þessu sambandi er rétt að benda á það, að almennt er lítið um að hjón geri eignir að séreign með kaupmála, þó að lögin heimili slíkt, eins og fram kemur í erindi Sigrid Beckman í Oslo 1954,14 og sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef, virðist ekki hafa orðið um- talsverð aukning síðan þá. Þetta gæti bent til þess, að fólk sætti sig almennt við helmingaskiptaregluna, enda stendur hún á gömlum merg og er þekkt meðal almennings. Frekaid frávik frá helmingaskiptareglunni Norrænu sifjalaganefndirnar hafa nú til endurskoðunar lögin um fjármál hjóna. Þrátt fyrir nokkuð mismunandi skoðanir hjá nefnd- unum, virðist þó vera almennt álit að halda beri helmingaskiptaregl- 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.