Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Page 26
vera sá að leysa raunhæf vandamál og reglurnar ætti að orða þannig, að allir gætu verið þeim fylgjandi. Þá væri hægt að varðveita hjóna- bandið sem hið almenna sambúðarform fyrir yfirgnæfandi meiri hluta fólks. Eitt af umræðuefnunum á 27. norræna lögfræðingaþinginu í Reykja- vík 1975 var óvígð sambúð (Den papirlose familie), og voru framsögu- menn Inger Margrete Pedersen og Kirsti Bull. Niðurstaðan af þeim umræðum var sú, að ekki væri rétt að hafa algert jafnrétti milli þess- ara tveggja sambúðarforma. Miklar umræður urðu um það, við hvað ætti að miða sambúðina, ákveðinn árafjölda, börn, skráningu. Var talið, að þetta yrði að athuga í hverju samhengi fyrir sig, og gæti það verið breytilegt eftir því, um hvaða svið væri að ræða. Aðalframsögumaðurinn var mótfallinn sameignarfyrirkomulagi og lagði fram drög að frumvarpi, sem byggðist á því, að unnt væri að dæma annan aðilann til að greiða hinum fjárhæð við skiptin til að tryggja að hann yrði ekki bersýnilega illa settur fjárhagslega.39 Hinn framsögumaðurinn var aftur á móti fylgjandi sameignartilhögun.40 Sumarið 1979 var haldin alþjóðleg ráðstefna í Uppsölum um „Family Living in a Changing Society", og var þar mikið fjallað um óvígða sambúð og þau vandamál, sem hún hefur í för með sér. Ekki virtist þar vera um neina alþjóðlega tilhneigingu að ræða til að setja yfir- gripsmikla löggjöf um óvígða sambúð.41 Norðurlandaráð hefur fjallað um nauðsyn þess að setja reglur um óvígða sambúð á fundum sínum 1976, 1978 og 1979. Samþykkt var ályktun til Ráðherranefndarinnar um norræna samvinnu í þessu efni, að stefnt yrði að sem líkustum lausnum í löndunum. Sifjalaganefndir Norðurlanda hafa haft málefni sambúðarfólks til meðferðar, og hafa verið gefnar út álitsgerðir um það efni í Danmörku og Noregi.42 Skýrslur þessar eru mjög ítarlegar, og mun ég í stuttu máli gera grein fyrir niðurstöðum þeim, sem að var komist með til- liti til nauðsynlegrai' löggjafar um fjármál sambúðarfólks. Danska nefndin Nefndin mælir ekki með því að lögfesta almennar reglur um fjármál sambúðarfólks, meðan allt leikur í lyndi hjá þeim, en telur þörf vera á því að vernda þann aðila sem verr stendur að vígi við slit sambúðar. Einnig telur nefndin mikilvægt, að fjárskiptin geti komið undir skipta- rétt. Eftirfarandi tillaga kom fram sem viðbót við 82. gr. skiptalaga: a) „Oploses et samliv mellem to personer, kan skifteretten foretage deling af deres formue.“ 140

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.