Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 29
Ég tel útilokað að láta reglur hjúskaparlaganna ná yfir sambúðar- fólk. Hjúskapur er samningur tveggja einstaklinga, sem fær stað- festingu yfirvalda. Með þessum samningi gangast hjónin undir rétt- aráhrif þau, sem hjúskaparlöggjöfin segir til um. Sambúðarfólk gengst ekki undir neinn slíkan samning, og ef réttaráhrif hjúskapar ættu einnig að ná til sambúðarfólks, bryti það líklega í bága við 16. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um sam- þykki hjónaefna til hjónavígslu. Ég er einnig mótfallin því að sett verði sérlöggjöf um sambúðar- fólk. Með því skapast sú hætta, að litið verði á sambúð sem annars flokks hjúskap. Það sem talar gegn löggjöf er, að hún er alls ekki nauðsynleg og hefur í för með sér fleiri ókosti en kosti. Eins og minnst var á hér að framan, er ákaflega erfitt að komast að niðurstöðu um það, hvaða tegund sambúðar eigi að hafa réttaráhrif, og sambúðartilvikin eru ákaflega mismunandi. Verulegur hluti þess fólks, sem býr saman ógift, gengur síðar í hjúskap. Það má ekki heldur gleyma þeim, sem gagn- gert hafa valið sambúð í þeim tilgangi að losna við réttaráhrif hjú- skapar. Lagareglur myndu því aðeins hafa þýðingu fyrir tiltölulega lítinn hluta sambúðarfólks, og tel ég ekki rétt að lögfesta reglur, sem eiga aðeins hljómgrunn hjá litlum hluta þeirra, sem þær eiga að gilda um. Á þá löggjafinn að láta sambúðarfólk alveg afskiptalaust ? Nei, ekki get ég fallist á það. Það er ekki hægt að líta fram hjá því, að veru- legur hluti sambúðarfólks býr saman í lengri tíma og aðeins lítill hluti þeirra hefur reynt að leysa fjárhagsvandamál sín með samningum eða erfðaskrám. Mikil vandamál geta því risið, þegar slík sambúð endar eftir langan tíma, og þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé rétt að setja laga- reglur um afmarkað svið, sem byggja á hagsmunalegri samstöðu og vemdarsjónarmiðum hjúskaparlöggjafarinnar til að koma í veg fyrir ósanngjarna niðurstöðu við fjárskiptin. Þá kemur aðalléga tvennt til greina. Annars vegar að lögfesta reglu um, að þær eignir, sem myndast í sambúðinni og ætlaðar eru til sam- eiginlegra nota, verði sameign aðila og skiptist samkvæmt því, og hins vegar að lögfesta reglu, sem heimilar að dæma annan aðilann til að greiða hinum fé við skiptin til að koma í veg fyrir, að hann verði illa settur. Ég hallast frekar að síðari kostinum og tel, að með honum sé hægt að koma í veg fyrir ósanngjörn úrslit fjárskipta milli sambúðarfólks. Að því er fyrri kostinn varðar, þá tel ég hættu á, að þetta sé ekki 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.