Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 54
Niðurstaða þeirra var sú að óhjákvaemilegt væri að beita löggjöf til úr- lausnar, enda væru dýrmætir hagsmunir í veði. Hins vegar yrði að gæta þess að lagaverndin yrði virk og yrði auðveldari í framkvæmd með greiðu upp- lýsingastreymi, þátttöku borgaranna og úrbótum í réttarfari. Allar aðgerðir í þessum málum ættu að mótast af viðleitni til að sætta hagsmuni einstakl- ingsins og samfélagsins. Þá var bent á að tölvunotkun gæti auðveldað af- greiðslu mála og beitingu réttarreglna og virtist reynsla sumra þátttökuþjóða af tölvunotkun í þessu skyni vera góð. Ráðherrarnir töldu það áfram eiga að vera verkefni Evrópuráðsins að sinna þessum málum. Varðandi annað meginefni fundarins, rekstur sakamála og sá langi tími sem hann tekur, var mönnum Ijóst að þar stönguðust á tvö ólík sjónarmið. Annars vegar þörf á hraðri málsmeðferð. Hins vegar nauðsyn vandaðrar málsmeðferðar. Ýmsar ástæður voru taldar valda því að æ lengri tíma tæki að Ijúka saka- málum. Meðal þeirra helstu var að mál gerðust flóknari og viðameiri og rannsókn að sama skapi erfiðari. Gildir þetta sér í lagi um efnahagsleg afbrot og alþjóðlega brotastarfsemi. Þá eru viðurkennd sífellt víðtækari réttindi sak- aðra manna til varnar. Þá yrðu dómarar í auknum mæli að nota sérhæfða aðstoðarmenn til félagssálfræðilegra rannsókna á brotamanni sem er í vax- andi mæli orðið kjarnaatriði í meðferð sakamála. Ráðherrarnir ræddu sérstaklega mismunandi réttarfarsleiðir I þessu sam- bandi og báru saman hina venjulegu réttarfarsleið með upphafsrannsókn lög- reglu og framhaldsrannsókn ákæruvalds, sem oft er sériega tímafrek, og hraðvirkari réttarfarsleiðir, þar sem annað hvort er sleppt rannsókn ákæru- valdsins eða yfirheyrslum fyrir dómi. Þá var rætt um einfaldari leiðir, þar sem stjórnvald ákveður refsingu. Mikil skoðanaskipti urðu um hugsanlegar leiðir til úrbóta. Voru menn sam- mála um að Evrópuráðið ætti að kanna þessi mál einkum með það fyrir aug- um að tryggja sérhverjum einstaklingi rétt til að fá mál sín afgreidd á eðli- legum tíma. Þá bar dauðarefsingu á góma og var í því sambandi vísað til fyrri ályktana um bann við dauðarefsingu fyrir glæpi á friðartímum. (Fréttatilkynning dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 28. september 1981). NÝ RIT Út er komið á prenti ritið DÓMAR ÚR STJÓRNSKIPUNARRÉTTI eftir dr. Gunnar G. Schram prófessor. Útgefandi er Iðunn. i bókinni er að finna dóma- útdrætti varðandi stjórnarskrána og ýmis lög og reglugerðir sem varða þetta svið réttarins. Bókin er 196 blaðsíður. Þá er komið út ritið LÖG, REGLUGERÐIR OG SAMÞYKKTIR UM SVEITAR- STJÓRNARMÁL, — LAGASKRÁ, ATRIÐASKRÁ. Magnús E. Guðjónsson tók saman, en Samband íslenskra sveitarfélaga gaf út. Ritið er 78 blaðsiður. 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.