Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Qupperneq 50
efnahagslegri misneytingu á vanmáttugum þjóðum, spillingu og vonskuverk- um ríkisstjórna. Ekki er nóg að viðurkenna lög og rétt í orði kveðnu. Það þarf tafarlaust á staðnum og stundinni að taka upp harða baráttu gegn réttleysi. Það er ekki nóg að viðurkenna heimsfrið í orði kveðnu. Ofbeldisárás, hvar sem hún er gerð og hver sem að henni er valdur er brýnt vandamál, sem sérhverjum' lögfræðingi kemur við, og í raun og veru brýnasta vandamál mannkynsins alls. DÓMSMÁLARÁÐHERRAFUNDUR OG RÁÐHERRAHEIMSÓKN Dómsmálaráðherrar Norðurlanda komu saman til fundar á Bornholm í Danmörku 17.—18. júní s.l. — Friðjón Þórðarson, dóms- og kirkjumálaráð- herra sótti fundinn af íslands hálfu og var Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í fylgd með honum. Ákveðið hafði verið, á s.l. vetri, að höfuðviðfangsefni á fundinum yrði umræða um fíkniefnavandamái. Urðu umræður um það efni mjög ítarlegar. Ráðherrunum kom saman um, að þótt samvinna viðkomandi yfirvalda á Norðurlöndum hefði um alllangt skeið verið góð og farið vaxandi á þessu sviði, væri þróun á útbreiðslu fíkniefna uggvænleg, og bæri brýna nauðsyn til að auka og skipuleggja þá samvinnu enn betur, einnig á alþjóð- legum vettvangi. Var rætt ítarlega um harðnandi ásókn hinna vel skipulögðu fíkniefnasala, og um mögulegar leiðir tii að mæta þeirri þróun, en ekki er rétt að greina frá því efni í einstökum atriðum. Þá var og rædd hin félags- iega hlið þessara vandamála og nauðsyn á þvt að virkja skólana, heilbrigðis- yfirvöld og uppalendur til varnar gegn neysluþróun á þessu hættusviði. — Önnur viðfangsefni fundarins hurfu nokkuð í skuggann fyrir fíkniefnaumræð- um. Var þó rætt nokkuð um vaxandi áhyggjur af útbreiðslu myndefnis með ofbeldisinnihaldi í skjóli örrar þróunar á notkun myndsegulbanda, sem erfitt væri að hamla gegn, án þess að ganga nærri tjáningarfrelsi. Var ákveðið að leita samráðs við ríkissaksóknara landanna um þetta efni. Meðal ann- arra málefna, sem rædd voru á fundinum, má nefna samvinnu á sviði lög- gjafar um eftirlit með útlendingum og á sviði kaupalaga. — Á fundinum var undirritaður Norðurlandasamningur um rétt norrænna ríkisborgara til að beita eigin tungu í öðru norrænu landi, eftir því sem við yrði komið, í samskiptum við stjórnvöld. Að loknum fundi dómsmálaráðherranna þáði Friðjón Þórðarson boð starfs- bróður síns í Svíþjóð, Carls Axels Petri, um að heimsækja Svíþjóð, til við- ræðna um sameiginleg áhugaefni dómsmálaráðuneytanna á sviði löggjafar og iagaframkvæmdar. Stóð sú heimsókn dagana 22.—24. júní. Með Friðjóni Þórðarsyni og eiginkonu hans var Baldri Möller og eiginkonu boðið til þess- arar heimsóknar. Viðræður fóru fram milli ráðherranna í dómsmálaráðu- neytinu hinn 22. júní og var þar rætt m.a. um refsiviðurlög og refsifram- kvæmd, ennfremur um hjúskaparlöggjöf (fjérmál hjóna) og um óvígða sambúð og fjármál sambúenda; í þessu sambandi einnig um framhald norrænnar 164

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.