Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Síða 9
Helmingaskiptareglan Réttur maka yfir hjúskapareign hins makans (hjúskaparréttur) kemur fram í helmingaskiptareglunni, en í henni felst, að skírum hjú- skapareignum hvors maka er skipt til helminga við skipti. Regla þessi hvílir á gömlum merg og er fyrst og fremst verndarregla fyrir þann maka, sem minna má sín. í öllum löndunum gilda frávik frá helmingaskiptareglunni, þegar skipt er vegna ógildingar á hjúskap. Þess er þó að gæta, að reglur um ógildingu hjúskapar voru afnumdar úr sænsku hj úskaparlögun- um 1973. 1 íslensku lögunum eru frávikin á þá leið, að við skipti vegna ógild- ingar tekur hvort hjóna við óskiptu verðmæti úr hjúskapareign, sem svarar til þess, sem það flutti í búið, er til hjúskapar var stofnað, og til þess, sem síðar hefur bætst því vegna gjafar eða arfs, og einnig andvirði þess, sem það hefur flutt frá séreign sinni til hjúskapareign- ar sinnai'.7 1 öllum lögunum eru einnig ákvæði, sem heimila maka við skilnað að taka að óskiptu ýmsa persónulega muni, nauðsynlega búsmuni og vinnuáhöld. Helmingaskiptareglan á vel við, þegar skipt er eftir að hjúskapur hefur staðið í langan tíma. Hún á aftur á móti ekki eins vel við, þegar skipt er eftir skammvinnan hjúskap. Þess végna hafa komið fram reglur, sem heimila frekari frávik, þegar sérstaklega stendur á. Árið 1937 var norskum lögum breytt á þann veg, að dómarinn get- ur ákveðið, þegar ástæða er til, að skipt skuli samkvæmt þeim regl- um, sem gilda um skipti vegna ógildingar (svokallað restitusjons- princip). Þetta á aðallega við, ef hjúskapur hefur verið skammvinnur og annað hjóna hefur komið með aðaleignina í búið. Svipaðri reglu, en þó ekki eins víðtækri, var bætt inn í dönsk skipta- lög 1963 (skævdeling) 8 og í íslensk lög árið 1972.9 Sænsk lagabreyt- ing í sömu átt var gerð 1973. Eins og tekið var fram hér að framan, er aðalmunurinn á séreign og hjúskapareign sá, að séreign kemur ekki til skipta. I dönsku lögin um stofnun og slit hjúskapar frá 1969 var sett ákvæði, sem heimilar að dæma maka við skilnað bætur úr séreign, ef sérstakar ásttæður mæla með því. Þetta er sanngirnisregla, sem helst kemur til greina, ef hjónabandið hefur staðið í langan tíma, og sett til að tryggja það, að sá maki, sem ekki á séreignina, verði ekki illa settur. 1 Noregi var svipuðu ákvæði bætt í lögin 1970. 123

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.