Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 22
búðaraðila, og hann hefur greitt þær athugasemdalaust, er þó yfir- leitt litið svo á, að hann verði bundinn, og er þá stuðst við almennar reglur um umboð. Yfirleitt er talið, að ákaflega lítið sé um það, að sambúðarfólk geri samninga sín á milli um fjármál sín.32 Fjárskiptin —sameign Réttarstaða sambúðarfólks er óörugg á mörgum sviðum. Dómstól- ar hafa á seinni árum tekið afstöðu til vissra þátta við fjármálaupp- gjör þeirra, sérstaklega í Noregi, en mikil óvissa ríkir um marga þætti við slit sambúðar. Aðalreglan um eignirnar er, að það sem hvor um sig á og kaupir fyrir sína peninga er hans eign. Þetta er eins í hjúskap. En í hjú- skapnum skiptir þetta ekki eins miklu máli vegna hjúskaparréttarins og helmingaréglunnar við skiptin. 1 sambúð, þar sem enginn hjúskap- arréttur er, skiptir þetta miklu máli. Það er því ekki ósanngjarnt, þegar báðir aðilar afla tekna og tilviljunarkennt er, hvor þeirra greið- ir heimilisnauðsynjar og hvor þeirra fjárfestir í hlutum, að telja slíka hluti sameign beggja. 1 hjúskap, sem byggir á algeru séreignafyrirkomulagi, eru aðstæð- ur líkar því, sem er hjá fólki í sambúð. Hér að framan var minnst á breytingu þá, sem gerð var á dönsku hjúskaparlögunum 1969 (56. gr.) um fjárskipti í séreignarhjónaböndum. Sú grein hefur haft mikla þýðingu fyrir hjón með séreign. Greinilegt er, að þörf hefur verið á einhverri sanngirnisréglu, jafnvel þar sem hjón hafa samið svo um, að ekki skuli vera hjúskapareignir í hjúskapnum.33 Það má segja, að sömu sjónarmið komi til við slit á sambúð. Þess vegna hafa komið fram hugmyndir um sameign. Það var ekki fyrr en í lok 6. áratugarins, að dómstólar fóru að nota sameignarreglur í dómum sínum, og hafa dómstólar á Norðurlöndum farið mismunandi leiðir. Hér áður fyrr, og enn í dag á íslandi, hefur verið reynt að ráða bót á því misrétti, sem getur orðið við slit sambúðar á þann veg að dæma sambúðaraðila (konu) þóknun fyrir heimilisstörf sín á sam- búðartímanum. Af íslensku dómunum verður ekki ráðið, að vinnu- samningur hafi tekist með aðilum sem liggi til grundvallar slíkum greiðslum. Það er rétt að benda á sænskan dóm (NJA 1975:298), sem fjallar um launakröfu vegna starfa í þágu heimilis. Kona, 34 ára, flutti til 70 ára karls, og bjuggu þau saman í 10 ár, þar til hann andaðist. Þá 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.