Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Síða 15
Með því að krefjast líka samþykkis maka við ráðstafanir á séreign- um (þ.e. bústað og innbúi), eins og íslenska sifjalaganefndin mælir með og sú danska, tel ég að nægilega sé að gert til verndar fjöl- skyldunni. Kaupmálar Eins og fram hefur komið, hafa öll Norðurlöndin heimild í lögum sínum fyrir hjón að gera eign að séreign með kaupmála. Auk þess getur þriðji maður gert eign að séreign viðtakanda. I Noregi og íslandi eru einnig sem fyrr segir ákvæði um svokall- aða „skilnaðarséreign", sem felur í sér, að séreignin verður hjúskapar- areign við andlát. Slíkt ákvæði er nijög til bóta, því að það getur komið sér mjög illa fyrir eftirlifandi maka, ef eingöngu eru séreignir í búinu. Það ber að hafa í huga, að þetta ákvæði á aðeins við um sér- eign samkvæmt kaupmála en tekur ekki til séreignar samkvæmt fyrir- mælum þriðja manns. Rétt er að benda á 56. gr. dönsku laganna um stofnun og slit hjú- skapar, sem kveður á um það, að við skilnað sé hægt að dæma þann, sem séreign á, til að greiða hinum fjárhæð til að tryggja, að hann verði ekki svo illa settur fjárhagslega eftir skilnaðinn, að ósanngjarnt sé. Þessi grein á ekki við, þegar skipt er eftir andlát annars maka. Þær hugmyndir hafa komið fram að leyfa ætti hjónum enn frek- ari leiðir um kaupmálagerð, eins og t.d. að heimila eftirlifandi maka að sitja í óskiptu búi með séreign og að gera kaupmála til ákveðins tíma. Einnig hefur því verið hreyft, að hjón ættu með kaupmála að geta breytt fyrirmælum þriðja manns varðandi séreign, ef veiga- mikil rök mæla með því, og þá með samþykki yfirvalda. Islenska sifja- laganefndin hefur samið tillögur, sem hníga í þessa átt. Ég tel að ákveða skuli í lögunum sjálfum þá valkosti, sem hjón eiga, og að þeir eigi helst ekki að vera of margir. Ég tel einnig rétt, að skrásetning kaupmála verði áfram gildisskilyrði, ekki aðeins gagn- vart þriðja manni, heldur einnig milli hjónanna sjálfra. Við lagabreytingar er nauðsynlegt að gæta þess, að kaupmáli, sem gerður er í einu landinu, verði metinn gildur í hinum löndunum, því að hafa ber í huga hinn mikla flutning manna milli Norðurlandanna. Slit á fjárfélagi 1 gildandi lögum, nema í Finnlandi, eru ákvæði, sem heimila maka að krefjast slita á fjárfélagi, meðan hjúskapur stendur, ef viss skil- yrði eru fyrir hendi. Ákvæði þetta hefur verið ákaflega lítið notað 129

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.