Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 6
Umræðan um jafnrétti kynjanna hefur orðið til þess, að hjúskapar- löggjöfin hefur sætt gagnrýni, því að margir telja, að hún viðhaldi hinu gamla fyrirkomulagi um undirokun konunnar. Sérstakléga hefur gagn- rýnin beinst að framfærslureglunum og helmingaskiptareglunni. Þjóðfélagið hefur tekið gríðarlegum breytingum, síðan lögin voru sett fyrir u.þ.b. 60 árum, og nægir að benda á breytta stöðu kvenna, breytt hlutverk fjölskyldunnar, síaukinn fjölda skilnaða og síðast en ekki síst hina miklu fjölgun þeirra, sem búa saman ógift. Það er því tímabært að taka til umfjöllunar á þessum vettvangi fjármál hjóna og sambúðarfólks í ljósi þeirra þjóðfélagsbreytinga, sem orðið hafa. NIÐURSKIPAN EFNIS Því fer fjarri, að ég muni í erindi þessu koma fram með einhverja allsherjarlausn á vandamálum þeim, sem ríkja um fjármál hjóna og sambúðarfólks. Erindi mínu skipti ég að meginefni til í tvo þætti. Fjallar annar um fjármál hjóna og hinn um fjármál sambúðarfólks. Með þessu er strax gefið í skyn, að ég tel, að ekki eigi að gilda sömu reglur um fjái'mál þessara tvéggja hópa. Ég mun ekki gera ítarlega grein fyrir gildandi reglum um fjármál hjóna, heldur læt nægja í því efni að vísa til greinargerðar Sigrid Beckman frá 20. lögfræðingaþinginu í Oslo 1954. Ég mun þó gera grein fyrir þeim breytingum um fjármál hjóna, sem mér er kunnugt um, og jafnframt þeim breytingum, sem ég tel æskilegt, að gerðar verði, og hugmyndum, sem fram hafa komið á Norðurlöndum í þá átt. I kaflanum um fjármál sambúðarfólks mun ég í stuttu máli gera grein fyrir þeirn reglum, sem um þau gilda og lýsa réttarþróuninni undanfarin ár og hvaða ályktanir megi af henni draga. Að lokum mun ég draga saman í örstuttu máli niðurstöður þær, sem ég kemst að. FJÁRMÁL HJÓNA Hjúskapareignir Hjúskapareignatilhögunin er hið almenna fyrirkomulag um fjár- mál hjóna á Norðurlöndum. Þótt ekki sé notað sama nafn yfir þetta í hinum ýmsu löndum, þá er merkingin hin sama.4 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.