Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 40
Spurningin um lækkun bóta í Hrd. 1981, bls. 496 Þó að tjónþoli gerði háa fjárkröfu í máli því, sem hér um ræðir, má segja, að spurningin um lækkun á grundvelli velferðarsjónarmiða hafi ekki verið reifuð í málflutningi fyrir Hæstarétti,7 og er hvorki vikið að því álitaefni í dómi bæjarþings Kópavogs né Hæstaréttar. Þegar litið er til þess hve miklar fjárhæðir voru í húfi, þess, að þeir, sem lögsóttir voru til greiðslu bóta, höfðu eigi ábyrgðartryggingu gegn kröfum sem þessari, svo og persónulegra ástæðna þeirra að öðru leyti, vekur athygli, að ekki skuli hafa verið gerð formleg krafa um lækkun eða niðurfellingu skaðabóta á grundvelli lögjöfnunar frá fyrrnefndum ákvæðum eða með vísun til meginréglu, sem í þeim kunni að felast. 1 málinu voru ekki lögð fram gögn um ýmis atriði, sem hefðu getað haft úrslitaáhrif við ákvörðun um lækkun bóta af velferðarástæðum, ef lagaskilyrði til þess hefðu á annað borð verið talin hafa verið fyrir hendi. Meðal gagna, sem skorti, voru upplýsingar um fjárhag þeirra GÞ og BS (eignir, skuldir, tekjur, framfærslubyrði o.s.frv.). Síðast en ekki síst var í gögnum málsins hvergi að finna neitt, sem hald var í, um áverka GÞ eða afleiðingar þeirra, en ástæða er til að ætla, að GÞ hafi beðið alvarlegt tjón vegna slyssins. Af þessu er ljóst, að ekki verður tekin afstaða til þess, hvort sanngjarnt hefði verið að lækka bætur í þessu tilfelli, ef það hefði verið talið heimilt. Hins vegar er hér ágætt dæmi um óvenjulegar ástæður hins skaðabótaskylda. Á þetta fyrst og fremst við um GÞ, en ekki er útilokað, að BS hefði einnig getað bent á einhver „velferðaratriði“, er hann sjálfan varð- aði og skipt gætu máli. Á hinn bóginn verður stöðu BS í þessu máli ekki jafnað til stöðu „starfsmanns" eða launþega og verður því ekki rætt frekar um þátt hans. Verður nú vikið að nokkrum atriðum varð- andi það, hvort sanngjarnt sé að dæma tjónvald til að greiða fullar skaðabætur, þegar svona stendur á sem í þessu máli. Fjárhæð tjóns er há (a.m.k. frá sjónarhóli tjónvalds). Svo sem áður var getið námu bætur, sem GÞ var gert að greiða kr. 84 330,34. Við það bætast vextir til dómsuppsögu (og síðan dómvextir) og máls- kostnaður fyrir báðum dómum, sbr. eftirfarandi sundurliðun: 7 Að vísu vitnaði einn lögmannanna, sem flutti málið fyrir Hæstarétti, til danskrar kermslubókar í skaðabótarétti, þar sem fjallað er um núgildandi danskar laga- heimildir til lækkunar eða niðurfellingar skaðabótakröfu vegna velferðarsjónarmiða, svo og tillögur um breytingar á danskri löggjöf á þessu sviði. 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.