Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 10
Helmirigaskiptareglan kemur vitanlega einnig til, þegar skipt er vegna andláts annars maka. 1 Danmörku, Noregi og íslandi er vel séð fyrir eftirlifandi maka. Hann hefur m.a. heimild til setu í óskiptu búi, er lögerfingi hins látna, og í Danmörku og Islandi er hann jafnframt skylduerfingi. Þar eru einnig sérstakar reglur í skiptalögum, sem gefa eftirlifandi maka víðtækan útlausnarrétt. Rétt er einnig að minna á regluna í norskum og íslenskum lögum, sem heimilar hjónum að gera eign að séreign með kaupmála á þann veg að hún verði hjúskapar- eign við andlát. í Svíþjóð og Finnlandi getur helmingaskiptareglan komið sér illa fyrir eftirlifandi maka í þeim tilvikum, þegar hinn látni lætur eftir sig börn, þar sem eftirlifandi maki hefur ekki erfðarétt, þegar hinn látni á börn.°a Sameign 1 norrænu hjúskaparlögunum eru ekki ákvæði um sameign. Al- menna reglan um fjármál hjóna er hjúskapareignafyrirkomulagið eins og áður segir, og heimilt er að gera eign að séreign með kaupmála. 1 Danmörku og íslandi eru ekki til heildarlög um sameign. Hug- takið er notað um það tilvik, þégar tveir eða fleiri eiga hlut saman og geta aðeins í sameiningu ráðstafað hlutnum. Ef annað er ekki ákveðið, þá eru líkurnar fyrir helmingaskiptum við slit sameignar- innar. Enginn eigenda hefur forgangsrétt til að yfirtaka hlutinn, þannig að selja verður hlutinn á uppboði, ef báðir vilja fá hann. Sameign getur stofnast með sérstökum samningi, og slíkan samn- irig geta hjón einnig gert.10 Sérstök sameign getur því vissulega mynd- ast í hjúskap, og verður þá að virða eignarhlutdeild sem hjúskapar- eign eða séreign, eftir því sem á stendur.11 Samningar um sameign hafa takmarkaða þýðingu í hjónaböndum, þar sem hjúskapareignafyrirkomulagið ríkir. Ef um sameign er að ræða, verða þó bæði hjónin að standa saman að ráðstöfunum um sameignina. 1 Svíþjóð eru til lög um sameign frá 1904, og í Norégi voru sett lög um sameign 1965. Þau lög eru aðallega fjármunalegs eðlis, en þeim hefur verið beitt um hjúskap (og sambúð). Norskir dómstólar hafa á seinni árum sýnt mikla tilhneigingu til að dæma sameign milli hjóna. „Húsmóður“ dómurinn frá 1975 (NRT 1975:220) sló því föstu að meta eigi störf húsmóður á heimilinu þegar túlka skuli 50. gr. norsku skiptalaganna („bragt inn i felleseiet“). Útlágningarrétturinn 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.