Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 21
ina sbr. dóminn í UfR 1979:808, þar sem því var hafnað að slíkum al- mennum samningi yrði þinglýst sem takmörkun á ráðstöfunarrétti yfir fasteign. Það verður að meta samkvæmt almennum reglum fjár- munaréttarins, hvort slíkur samningur er gildur milli aðila innbyrðis og gagnvart þriðja manni. Ekki er heldur talið, að sambúðarfólk geti samið á þann veg, að um framfærslu milli þeirra skuli fara samkvæmt hjúskaparlögum. A.m.k. er ekki með samningi unnt að binda yfirvöld til að úrskurða um framfærslu þess.29 Almennir samningar sambúðarfólks, gerðir meðan allt leikur í lyndi, um peningagreiðslur, ef upp úr sambúð slitnar, yrðu líka taldir ógildir, og er það í samræmi við þau ákvæði úr eldri hjúskaparlögum, að lof- orð um bætur fyrir óorðin festaslit séu ógild.30 Það leikur því mikill vafi á því, hve víðtæka samninga sambúðar- fólk geti gert. Samningar, sem sambúðarfólk gerir um fjármál sín, þegar sam- vistaslit eru yfirvofandi, eru almennt gildir. Sömuleiðis geta sam- búðaraðilar gert afmarkaðan samning um greiðslu, ef upp úr sambúð slitnar, t.d. þess efnis, að annar aðilinn greiði hinum peninga til að ljúka námi. Ekkert virðist vera á móti því, að sambúðaraðilar semji sín á milli um skiptingu á eignum sínum við slit sambúðar. Slíkt hefur engin áhrif á ráðstöfunarrétt eða skuldaábyrgð, meðan sambúðin varir. Samningur þess efnis, að allt eða hluti af því sem sambúðaraðilar eign- ast, skuli verða sameign þeirra, hefur aftur á móti meiri áhrif fyrir skuldheimtumennina, því að eignarrétturinn yfirfærist strax meðan sambúðin varir. Fram hafa komið þær hugmyndir, að slíkir samningar milli sambúðarfólks séu gildir, því að tilgangur þeirra séu að vernda veikara aðilann í sambúðinni.31. Vitanlega yrði að tryggja réttindi bona fide þriðja manns. Slíkt væri hægt að gera með þinglýsirigu eða skrán- ingu, ef um er að ræða fasteign eða skráningarskylda hluti. Að öðr- um kosti getur verið erfitt að tryggja rétt þriðja manns. Það gerist í raun aðeins með afhendingu hlutarins, og erfitt er um sönnun, ef hlutirnir eru á sameiginlegu heimili sambúðaraðila. Skuldheimtumönn- um er því ekki búin sama vernd og þeir hafa gagnvart hjónum eftir reglunum um skráningu og þinglýsingu kaupmála. Rétt er að taka fram, að sambúðarfólk getur ekki skuldbundið hvort annað án þess að hafa til þess umboð eða einhvern sérstakan réttar- grundvöll. Reglan í hjúskaparlögunum um sameiginlega ábyi’gð hjóna á útgjöldum vegna heimilisþarfa og þarfa barna gildir ekki um sam- búðarfólk. Ef annar aðilinn hefur lengi tekið út vörur í reikning sam- 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.