Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 20
Ekki eru ákvæði í Noregi eða Finnlandi um rétt sambúðaraðila yfir leiguhúsnæði. Ég hef tekið hér örfá dæmi, þar sem löggjafinn bindur viss réttar- áhrif við sambúð. Hægt væri að telja miklu fleiri, sem varða fjármál sambúðarfólks. Ég verð þó að láta nægja að ræða fjármál sambúðar- fólks innbyrðis, sérstaklega fjárskipti vegna slita á sambúð, en þar koma helstu vandamálin fram. Áður en ég tek til við það, vil ég þó vekja athygli á nýjum íslensk- um barnalögum (lög nr. 9/1981), sem taka gildi 1. janúar 1982. Þar er það talið jafngilda faðernisviðurkenningu, ef móðir barns og mað- ur, sem hún lýsir föður þess, bjuggu saman við fæðingu þess, sam- kvæmt því er greinir á þjóðskrá eða samkvæmt öðrum ótvíræðum gögnum. Sama gíldir, ef þau taka síðar upp sambúð. 1 lögunum er einnig ákvæði um forsjá barna. Ef foreldrar barns búa saman, fara þeir sameiginlega með forsjá barnsins, án tillits til þess, hvort þeir eru giftir eða ekki. Við slit sambúðar verður síðan að taka afstöðu til þess, hvort foreldranna fær forsjá barnsins alveg á sama hátt og gert er við skilnað. Um þessi atriði hefur löggjafinn lagt hjúskap og óvígða sambúð að jöfnu. Hér er aðeins miðað við þarfir barnsins og tengsl þess við foreldri. Samningar Samningafrelsi ríkir milli sambúðarfólks eins og annarra, og eru því samningar þeirra að meginstefnu til gildir eins og samningar milli hjóna. I hjúskaparlögunum eru ýmis ákvæði til verndar skuldheimtu- mönnum hjóna, svo og til verndar veikara aðilanum, og ségja má að svipuð sjónarmið komi til greina um samninga sambúðarfólks. Það er sama hætta á málamyndagerningum milli sambúðarfólks og milli hjóna, og einnig hætta á, að sterkari aðili sambúðarinnar fái hinn veikari til að gera óhagstæða samninga. Á undanförnum árum hefur mikið verið skrifað um gildi samninga milli sambúðarfólks.28 Samningar, sem hjón gera þess efnis, að eignir eða tekjur annars, sem til koma síðar skuli endurgjaldslaust vei'ða eign hins, eru lýstir ógildir í hjúskaparlögunum. Ekki er talið, að menn hafi slíka yfirsýn yfir framtíðina, að rétt sé að þeir geti svipt sig forræði yfir slíkum eignum og tekjum. Sama sjónarmið virðist mér gilda um samning milli ógiftra. Almennt er talið, að sambúðarfólk geti ekki gert almennan samning þess efnis, að allar reglur um fjármál hjóna skuli gilda um sambúð- 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.