Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 38
Þessi ákvæði er að finna i 49. gr. siglingalaga nr. 66/1963, 2. mgr. 51. gr. sjómannalaga nr. 67/1963 og 136. gr. laga nr. 34/1964 um loftferðir.2 Lækkunarheimildir sigll. og sjóml. eru að heita má sam- hljóða og heimildin í loftfl. er efnislega á sömu lund þótt orðalag sé dálítið annað. Lagaheimildunum er einkum ætlað að stuðla að því, að tekið verði tillit til þess, er aðstæður tjónvalds eru þannig, að honum sé um megn að greiða tjónið allt eða hluta þess. Er því oft tekið svo til orða, að sanngirnis- eða velferðarsjónarmið liggi til grundvallar lagaákvæðum þessum. Þess eru engin dæmi, að í Hæstarétti hafi reynt á lækkunarheim- ildir siglingalaga, sjómannalaga eða loftferðalaga varðandi tjón, sem launþegi veldur í starfi, enda eru slík skaðabótamál gegn launþeg- um fá, eins og áður greinir. Enn síður hefur Hæstiréttur haft tæki- færi til að léggja dóm á, hvort beita megi lækkunarreglum nefndra laga um tilvik, sem þær eiga ekki við samkvæmt orðanna hljóðan. A.m.k. einu sinni hefur héraðsdómari lækkað bætur úr hendi starfs- manns með vísun til lækkunarheimildar sjómannalaga, þótt tjónið hafi á engan hátt verið tengt sjómennsku eða siglingum, sbr. Tímarit lögfræðinga 1965, bls. 83-4, en þar er dómur þessi rakinn í aðal- atriðum. Ekki er einsdæmi, að bótareglu í siglingalögum hafi verið beitt með lögjöfnun á öðrum sviðum eða að niðurstaða skaðabótamáls hafi verið látin velta á „meginreglu“ tiltekins ákvæðis siglingalaga, sbr. t.d. Hrd. 1933, 192, en þar var vísað til reglna siglingalaga um árekstur skipa og árekstrarreglna loftferðalaga til stuðnings því að skipta sök vegna bifreiðaárekstrar. Aðrar réglur eldri siglingalaga hafa áreið- anlega haft áhrif á þróun ólögfestra reglna skaðabótaréttar. Má þar einkum nefna hina almennu ólögfestu reglu íslensks réttar um ábyrgð vinnuveitanda vegna skaðaverka starfsmanna hans. Kemur vel til greina að fleiri siglingalagaákvæðum verði beitt af dómstólum á víð- ara sviði en þeim var upphaflega markað, enda standi lagarök að öðru leyti til þess. Hinu má þó ekki gleyma, að margar reglur siglingalaga eru svo sérstakar, að þeim yrði naumast beitt með lögjöfnun á öðr- 2 Hliðstætt lækkunarákvæði er í 2. mgr. 132. gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög, en það snertir ekki launþega sérstaklega. Ef ólögráða barn veldur tjóni í starfi sínu, kemur til athugunar ákvæði 2. mgr. 21. gr. laga nr. 95/1947 um lögræði, sem beitt hefur verið með lögjöfnun um skaðabótakröfu utan samninga, sbr. Hrd. 1974, 35G. Sérreglur um heimild til lækkunar skaðabóta, þegar hagsmunir tjónþola eru vá- tryggðir, eru nokkurs annars eðlis en lækkunarheimildir varðandi launþega, sjá 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga og 73. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.