Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Síða 18
8% alh’a, sem búa saman, ógiftir (samkvæmt rannsókn sem gerð var 1977-78), í Noi-egi 5% (rannsókn gerð 1977), Svíþjóð 15% (rann- sókn gerð 1974) og í Danmöi'ku 13% (rannsókn gerð 1978-9).21 Á Islandi hefur ekki farið fi'am rannsókn á sambúð en nýjustu tölur úr hágskýrslum benda til aukinnar sambúðar.22 Danska könnunin sýnir, að fjöldi sambúðarfólks hefur aukist mikið sl. 5 ár (1974 voru 8% í sambúð) og að stór hópur hefur búið saman í 5 ár eða lengur. Norska könnunin sýnir, að óvígð sambúð er algengari meðal yngra fólks en eldra og að tiltölulega rnikill fjöldi endar í hjúskap. Ástæður þess að fólk gifti sig ekki, voru margvíslegar. Nokkuð stór hópur talaði um reynsluhjúskap og aðrir vildu ekki gangast undir réttar- áður búið saman ágift.24 Sænsk rannsókn sýnir, að 99% af þeirn, sem gifta sig í dag, hafa áður búið saman ógift.24 Fjáimál sambúðarfólks Aðah’eglan um fjármál fólks í óvígðri sarnbúð er sú, að sambúðar- aðilar eru eins settir og tveir einstaklingar, þannig að fjárhagsmálefni þeirra verður að leysa samkvæmt grundvallarreglum fjáraiunarétt- ax'ins. Því hefur verið hafnað, að hægt væri að beita hjúskaparlögunum almennt með lögjöfnun um sambúðarfólk, og hafa dómstólai', a.m.k. í Danmörku og Islandi, farið mjög varlega í að beita lögjöfnun, jafn- vel um innbyrðis samband sambúðai'aðila. Um fjárskiptin gildir því almennt sú regla, að hvor aðili tekur það, sem hann kom með í sam- búðina og hefur eignast síðan. Ég mun síðar gei’a grein fyrir dómum um fjárskipti vegna slita sambúðar. Engin gagnkvæm framfæi'sluskylda er milli fólks í sambúð, og er ekki hægt að úrskurða annan aðilann til að greiða hinum framfærslu- eyri við slit sambúðar. Hins vegar hafa dómstólar dæmt sambúðar- aðila bætur vegna missis framfæranda.25 Rétt er að benda á það í þessu sambandi, að breyting hefur orðið á gi-eiðslu framfærslueyris milli hjóna eftir lögskilnað á síðustu árum, og hefur dregið mjög úr gi’eiðslu slíks framfærslueyris, a.m.k. ótímabundið. Á íslandi hefur það alltaf verið alger undantekning, að framfærslueyrir sé úrskurð- aður eftir lögskilnað. 1 Svíþjóð voi’u sett lög árið 1978 um „underháll till barn och frán- skilda“.26 1 þeim lögum er tekið tillit til sambúðarfólks. Sambúðar- aðili getur orðið framfærsluskyldur gagnvai’t barni hins, en það er 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.