Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 19
þó skilyrði, að sambúðaraðilar eigi barn saman. Lögin felldu einnig niður þá reglu, að framfærslueyrir falli sjálfkrafa niður, ef fram- færsluþegi giftir sig aftur. Samkvæmt lögunum er það aðeins eitt af þeim atriðum sem kemur til álita, þégar meta skal, hvort framfærsla skuli niður falla, hvort aðili hafi gengið í nýjan hjúskap eða farið í sambúð.27 Enginn lögerfðaréttur er milli fólks í óvígðri sambúð og þá ekki heldur réttur til setu í óskiptu búi. Erfðaréttur milli sambúðarfólks verður því að byggjast á erfðaskrá. Eins og þjóðfélagið hefur þróast síðustu árin, er erfitt að fá yfirlit yfir lagalega stöðu fjölskyldunnar, án þess að taka inn í myndina regl- ur opinbers réttar, sérstaklega á sviði félágs- og tryggingarmála og skattamála. Þegar löggjafinn leggur ábyrgð á hjón, sem að öðrum kosti myndi hvíla á hinu opinbera, hafa löggjafinn og dómstólar haft tilhneigingu til að leggja slíkar skyldur jafnframt á sambúðarfólk. Um þetta er til fjöldi dæma, t.d. úr almannatrýggingalögunum. Það má segja, að félagsmálalöggjöfin hafi átt stóran þátt í að óvígð sambúð hefur náð viðurkenningu og hefur hún bætt réttarstöðu fólks í slíkri sambúð. I íslenskum lögum um alþýðutryggingar frá 1943 kom fram sú stefna, að sambúðarfólk skuli njóta sömu réttinda og hjón. Samkvæmt 51. gr, laga nr. 67/1971 um almannatrýggingar skal sambúðarfólk njóta sama réttar og hjón til allra bóta almannatrygginga, ef báðir aðilar eru ógiftir, sambúðin hefur staðið í 2 ár eða aðilar eiga barn saman eða barn í vændum. Nýleg breyting á íslenskum lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (lög nr. 98/1980) kveður á um það, að stjórn sjóðsins sé heimilt ef sjóðsfélagi andast og lætur ekki eftir sig maka að greiða makalífeyri til sambúðaraðila sem hefur ann- ast heimili hans um árabil fyrir andlát hans, þó ekki skemur en 5 ár, eða þau eiga barn undir 18 ára aldri. I íslenskum húsaleigulögum frá 1979 er ákvæði um rétt eftirlifandi sambúðaraðila til að halda leigurétti. í dönskum leigulögum frá 1979 er sambúðaraðila, sem búið hefur með látnum leigjanda í a.m.k. 2 ár, heimilt að halda leigunni áfram. Árið 1973 voru sett lög í Svíþjóð um sameiginlegan bústað sam- búðarfólks. Við slit sambúðar getur sá aðili, sem mesta þörf hefur fyrir íbúðina, yfirtekið leigurétt hins, en það er gert að skilyrði, að sambúðaraðilar eigi barn saman, ef ekki þá verða að koma til sérstakar ástæður. 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.