Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Qupperneq 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Qupperneq 42
samninga. Hér er minnst sérstaklega á hugsanlega ábyrgðartryggingu launþega (tjónvalds) sjálfs, af því að vátryggingarkostir þeir, sem tjónþola standa til boða, gætu komið til álita varðandi beitingu lækk- unarheimilda, en samkvæmt þeim má taka tillit til „annarra atvika“ en þeirra, sem sérstaklega eru nefnd í lagaheimildunum (efnahagur, sakarstig o.s.frv.) Kjarni þess vanda, sem lýtur að vátryggingum í þessu máli, er sá, að vátryggingarfjárhæð ábyrgðartryggingar at- vinnuveitanda tjónvalds og tjónþola reyndist allt of lág. Lagaheimildir þær, sem hér um ræðir, nefna sérstaklega að taka skuli tillit til sakarstigs, þ.e. hversu „mikil sökin var“ (sigll. og sjóml.). Um sök GÞ skal ekki fjölyrt. Dómur Hæstaréttar talar sínu máli, en auðvitað geta skoðanir lögfræðinga og annarra verið skiptar um, hversu alvarlegum augum beri að líta á hegðun GÞ. Minnt skal á, að GÞ fór sjálfur út á vinnupallinn. Má af því álykta, að hann hafi treyst því, að pallurinn væri a.m.k. sæmilega öruggur. Þótt hér verði hvorki tekin afstaða til spurningarinnar um lögmæti né sanngirni þess að lækka bætur í dómsmáli því, er hér um ræðir, skal nú bent á fáein rök með lækkun bóta úr hendi GÞ. Rök þessi eru almenns eðlis og ekki ný af nálinni, og hefur þeim og ýmsum öðrum röksemdum, sem hníga í sömu átt, verið gerð rækilég skil af norræn- um lögfræðingum, einkum síðustu árin. Það heyrir til undantekn- inga, að launþegi, sem af gáleysi veldur öðrum tjóni í starfi sínu, greiði skaðabætur fyrir það. Er því ekki ósanngjarnt, að í þeim örfáu undantekningartilvikum, þar sem tjónþoli gengur að launþega vegna slíks tjóns, eigi dómstólar þess almennt kost að lækka eða fella skaða- bótakröfuna niður með hliðsjón af þeim atriðum, sem talin eru í laga- heimildum þeim, er áður greinir. Sú almenna regla skaðabótaréttar, að þeim, sem bótaábyrgð ber, sé skylt að greiða tjónþola fullar bætur fyrir allt tjónið, án tillits til gakarstigs, þykir nú í mörgum tilvikum of harkaleg gagnvart tjónvaldi. Fjárhæð tjónbóta getur verið gífur- lega há, þótt sök sé smávægileg. Varnaðaráhrif skaðabótagreiðslu, ef einhver eru, haldast, þótt bætur séu stundum lækkaðar af velferðai’- ástæðum. Á hinn bóginn skei’ðist réttur tjónþola til bóta, og er það að sjálfsögðu andstætt því hlutverki skaðabótaréttar að veita tjón- þola fébætur fyrir orðið tjón. Á hitt er þó að líta, að skaðabótai’éttur tjónþola er oft meii’i í orði en á borði, ekki síst, ef eini aðilinn, sem hann getur beint kröfu sinni að, er launþegi með takmörkuð fjárráð. Er því alsendis óvíst, að lækkun bóta af velferðai’ástæðum rýri í raun þær bætur, sem tjónþoli fær. Lækkunai’heimild samfara ítarlegum upplýsingum um hagi GÞ og BS myndi hafa veitt dómstólum þeim, 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.