Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 53
NEFND UM MYNDSEGULBÖND Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að kanna notkun mynd- segulbanda hér á landi. Verkefni nefndarinnar er fyrst og fremst að kanna hvernig háttað er notkun myndsegulbanda og myndsegulbandstækja á ís- landi um þessar mundir og hvernig heppilegast muni að haga þeirri notkun til frambúðar, þannig að virtir verði hagsmunir rétthafa og notenda, svo og annarra, er hlut eiga að máli. í nefndinni eiga sæti: Fylkir Þórisson deildartæknifræðingur sjónvarps, til- nefndur af Ríkisútvarpinu, Birgir Sigurðsson rithöfundur, tilnefndur af Rit- höfundasambandi íslands, Grétar Hjartarson forstjóri Laugarásbíós, tilnefnd- ur af Félagi kvikmyndahúsaeigenda, Gísli Alfreðsson leikari, tilnefndur af Fé- lagi íslenskra leikara, Hjálmtýr Heiðdal auglýsingateiknari, tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna, Jón Magnússon héraðsdómslögmaður, tilnefndur af Neytendasamtökunum, Sigurður Reynir Pétursson hæstaréttarlögmaður, til- nefndur af Stefi og dr. juris Gaukur Jörundsson prófessor, sem skipaður hef- ur verið formaður nefndarinnar án tilnefningar. Af hálfu menntamálaráðuneyt- isins mun skrifstofustjóri ráðuneytisins, Knútur Hallsson, starfa með nefnd- inni. — Þess er vænst, að störfum nefndarinnar verði hraðað eftir föngum. (Frétt frá menntamálaráðuneytinu 25. september 1981). FUNDUR DÓMSMÁLARÁÐHERRA EVRÓPURÍKJA Hinn 10. september sl. var haldinn fundur dómsmálaráðherra Evrópuráðs- ríkja í Montreux í Sviss. Sat Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra þann fund. Tvö meginefni voru rædd á fundinum: Erfiðleikar á vernd einstaklingsrétt- inda í tækniþjóðfélagi nútímans, og vandamál sem spretta af því hve rekstur sakamála tekur oft langan tíma. Varðandi fyrra efnið kom það fram, að hin öra þróun efnahagsmála, vísinda og tækni hefði haft í för með sér gjörbreyttar aðstæður í stjórnsýslu, félags- málum og efnahagsmálum, sem lýstu sér einkum í auknum margbreytileika og að viðfangsefni væru mun flóknari en áður. Við þessar aðstæður væri vernd einstaklingsréttinda að mörgu leyti mjög erfið og vandmeðfarin. Þau tilvik þar sem þessir erfiðleikar voru taldir áberandi voru þessi: a. Neytendavernd (t.d. áþyrgð á göllum vöru, lánsviðskipti) b. Heilsugæsla (t.d. bótaábyrgð læknis, ígræðsla líffæra) c. Fjölmiðlar (réttur til svara, ný fjölmiðlunartækni) d. Tölvusöfnun upplýsinga (t.d. samtenging tölvukerfa milli svæða). Til þess var tekið, að tilraunir til að tryggja einstaklingsréttindi hefðu I sumum tilvikum haft öfug áhrif. Var þar nefnt mikill vöxtur lagareglna, ósveigj- anleiki sérreglna, þunglamalegt eðli stjórnsýslunnar og erfiðleikar einstaklinga á að koma málum sínum fyrir dómstóla. Ráðherrarnir voru því sammála að lýðræðisríki Evrópu þyrftu að gera átak í þessum efnum. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.