Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 25
um.37 Sambúð hefur einnig verið talin ná til hluta, sem aflað var fyrir sambúðina, ef þeir hafa raunverulega blandast saman við aðrar eignir. I fyrrgreindum dómi (Rt. 1978:1352) taldi hæstiréttur, að sameign hefði líka myndast um hluti, sem til voru fyrir sambúðina, því að þeir höfðu blandast öðrum eignum. Dómurinn fjallaði um slit á sambúð vegna andláts annars aðila, og taldi hæstiréttur að 63. gr. norsku skiptalaganna um rétt eftirlifandi maka til útlagningar væri eftir at- vikum hægt að nota um eftirlifandi sambúðaraðila. Samkvæmt norskri lagaframkvæmd er sameign einnig virk meðan sambúðin varir, en er ekki eingöngu skiptaregla. Að því er varðar hlut aðila í sameigninni, virðast dómar ganga langt í þá átt að líta á aðila sem sameigendur að jöfnu.38 Framangreindir dómar sýna, að dómstólar á Norðurlöndum fara mismunandi leiðir við fjárskipti vegna sambúðarslita. Þeir leiða einnig í ljós að fjárhagsleg réttarstaða sambúðarfólks er óörugg. Þó að aðalreglan sé sú, að sambúðaraðilar hafi sjálfstæðan fjárhag, geta ýmsar réttarreglur valdið því, að um víðtæka fjárhagssamstöðu verður að ræða með þeim. Þótt aðilar hafi enga samninga gert um fjármál sín, getur það haft þýðingu samkvæmt almennnum reglum fjármunaréttarins, að í raun hafa þau haft sameiginlegan fjárhag. Þetta verður að meta hverju sinni. Taka verður tillit til þess, hvort annar aðilinn hafi lágt eitthvað af mörkum til eignaaukningar hins, og það gæti orðið álitaefni, hvort annar aðili eigi skaðabótakröfu eða auðgunarkröfu á hendur hinum. Aðstæður geta vitanlega einnig verið þannig, að báðir aðilar hafi lagt fjármuni af mörkum til kaupa á hlut á þann hátt að um sameign sé að ræða eftir almennum reglum fjár- munaréttarins. Hugmyndir um, að heimavinnandi sambúðaraðili verði virkur sam- eigandi að öllum eignum, sem myndast í sambúðinni, finnst mér ganga nokkuð langt. SAMVINNA NORÐURLANDA O. FL. Á Norðurlöndum hefur hin síðari ár verið fjallað um vandamál fólks í óvígðri sambúð. Fyrirmæli þau, sem sænska sifjalaganefndin fékk 1969, voru á þá leið, að ný hjúskaparlöggjöf ætti að vera hlutlaus gagn- vart öðrum sambúðarformum. Hjónabandið ætti að skipa aðalsætið innan sifjaréttarins, en það ætti að reyna að láta engin þau ákvæði vera í hjúskaparlöggjöfinni, sem sköpuðu vandræði fyrir þá, sem byggju saman ógift. Tilgangurinn með hjúskaparlöggjöfinni ætti að 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.