Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 4
njóta trausts almennings. Mikilvægt er, að hjón semji um sem fiest þau atriði, sem ganga þarf frá við skilnað, og eru flestir sammála um, að stjórnvaldsleiðin sé heppilegri en dómstólaleiðin, þegar hjón eru sammála um skilnaðarskilmála. Þróunin annars staðar á Norðurlöndum síðastliðin 20 ár hefur gengið í þá átt, að dómstólar úrskurða í sífellt fleiri málaflokkum sifjaréttareðlis. Nú er þar svo komið, að verði ágreiningur um forsjá barna, fer málið ávallt fyrir dómstóla. Það eru almennir dómstólar, sem fara með þessi mál, en ekki sér- stakir fjölskyldudómstólar. Leitað er álits barnaverndarnefnda, hvort sem mál er afgreitt af stjórnvaldi eða dómstól. — Hér á landi úrskurðar dómsmálaráðu- neytið í öllum málum um forsjá barna vegna skilnaðar foreldra eða sambúð- arslita, að fenginni umsögn barnaverndarnefnda og eftir atvikum barnavernd- arráðs. Mikið álag er á starfsmönnum ráðuneytisins, sér í lagi eftir tilkomu barnalaganna frá 1981, sem kveða á um, að ákvarða þurfi forsjá barna sam- búðarforeldra eftir sambúðarslit á sama hátt og gert er við skilnað hjóna, auk þess sem allar ákvarðanir varðandi umgengnisrétt heyra alfarið undir ráðuneytið. Þar sem ekki er eins tryggilega búið um meðferð mála hjá stjórn- völdum og dómstólum, er viss hætta á því, að réttaröryggis einstaklinganna sé ekki nægilega gætt með því að láta sjórnvald úrskurða í þessum málum í stað dómstóls. Lögin um vernd barna og ungmenna hafa að geyma víðtæka heimild til frelsissviptingar og annarrar íhlutunar I mikilvæg mannréttindi. Það eru því mikilvæg frávik frá réttarkerfi okkar, að þessi mál skuli ekki sæta meðferð dómstóla heldur stjórnvalda. Tryggt er, að sérhvert mál, sem fyrir dómstóla kemur, fær vandaða meðferð. Réttarfarsreglur í dómsmálum eru ítarlegar og tryggja m.a. andmælarétt aðila, rökstuðning úrlausna og áfrýjunarheimild. Slíku er almennt ekki fyrir að fara í málum, sem sæta úrlausn stjórnvalda. Lögin um vernd barna og ungmenna reyna að búa sem best að barnavernd- aryfirvöldum, þegar fjallað er um meiri háttar barnaverndarmál, en engu að síður vaknar sú spurning, hvort réttaröryggis viðkomandi einstaklinga sé nægilega gætt. Barnaverndarlög allra Norðurlanda byggja á svipuðum sjónarmiðum. í fyrsta lagi er um að ræða tilboð um hjálp við fjölskyldur, fyrirbyggjandi að- gerðir, en auk þess er heimild til þvingunarráðstafana, ef nauðsyn krefur. Þar sem allt félagsmálastarf byggist á því að aðstoða fjölskylduna sem eina heild, standa starfsmenn barnaverndarnefnda frammi fyrir illleysanlegu vandamáli, þegar þeir þurfa að gæta hagsmuna bæði barna og foreldra. Flestir eru þeirr- ar skoðunar, að hjálparaðgerðir og úrskurðarvald fari ekki vel á sömu hendi. Þvl er það mikið álitamál, hvort ekki sé rétt að aðskilja þessa þætti í starfi barnaverndarnefnda og láta úrskurðarmálin alfarið I hendur dómstóla, þar sem tryggilega er að réttarörygginu búið, en eftirláta barnaverndarnefndum (félagsmálaráði) fyrirbyggjandi starfið. Ákvarðanir í þeim tveimur málaflokkum, sem hér hefur verið minnst á, þ.e. forsjárdeilum og meiri háttar barnaverndarmálum, hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Það er því mikilvægt að búa sem best að slíkri ákvarðanatöku og tímabært að íhuga, hvort það sé ekki einmitt tryggi- legasta leiðin til þess að auka réttaröryggi einstaklinganna í þessum málum að leggja þau fyrir dómstóla. GuSrún Erlendsdóttir 74

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.