Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 5
t BIRGIR ÁSGEIRSSON Birgir Ásgeirsson, lögfræðingur, andaðist í Landspítalanum hinn 14. ágúst 1984. Hann hafði um nokkurt skeið kennt sjúkdóms þess, er dró hann til dauða, en stundaði þó öll störf á skrif- stofu sinni af mikilli elju og kostgæfni milli þess sem hann þurfti að dveljast á sjúkrahúsi. Þar lést hann eftir skamma legu. Birgir fæddist í Reykjavík 2. maí 1929. For- eldrar hans voru hjónin Karolína Sveinsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, er um áratuga skeið var skrifstofustjóri Vegamálastjórnarinn- ar. Birgir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1947 og lagaprófi frá Háskóla íslands árið 1954. Að námi loknu starfaði hann sem fulltrúi hjá nokkrum lögfræðiskrifstofum hér í borginni. Lögfræðingur Neytendasamtakanna var hann 1954-1969 og lögfræðingur Húseigendafélags Reykjavíkur 1960-1961; héraðsdómslögmað- ur 1959. Árið 1958 gerðist hann fastur starfsmaður hjá Reykjavíkurborg og var innheimtustjóri borgarinnnar 1966-1972. í ársbyrjun 1973 stofnaði hann eigið fyrirtæki hér í borginni, Aðalfasteignasöluna og Aðalskipasöluna, sem hann rak til dauðadags. Birgir kvæntist Margréti Sigurjónsdóttur, sem reyndist honum traustur lífs- förunautur. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Eins og áður er sagt, var Birgir lögfræðilegur ráðunautur Neytendasamtak- anna árin 1954-1969, eða um 15 ára skeið. Voru þessi samtök þá á bernsku- skeiði og áttu oft við ýmsa erfiðleika að stríða. Reyndist Birgir þeim hollur og ötull ráðgjafi og lagði sig í framkróka um að efla þau. Fóru þessi störf Birgi vel úr hendi en þau vann hann jafnframt öðrum föstum störfum sínum. Hafa kunnugir talið að Birgir hafi á þessum árum veitt félaginu mikla aðstoð við að koma því yfir örðugasta byrjunarhjallann. Hjá Reykjavíkurborg vann Birgir um árabil við fjármála- og lögfræðistörf í skrifstofu framfærslumála meðan sú skrifstofa var til húsa I „Hótel Heklu“ við Lækjartorg. Um sex ára skeið var hann innheimtustjóri í Borgarskrifstofunum í Austurstræti. Honum fórust þessi störf vel úr hendi. Hann var nákvæmur, velvirkur og laginn samningamaður. Birgir var glæsilegur maður, hár vexti og svaraði sér vel. Hann var bjartur yfirlitum, stilltur vel, snyrtimenni og gamansamur, þegar það átti við. Hann var vinsæll og vel látinn meðal starfsmanna sinna og góður félagsmaður. Allir sem kynntust honum vel eiga um hann góðar minningar. Gunnlaugur Pétursson og Hjörtur Hjartarson 75

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.