Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 6

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 6
PÁLLPÁLMASSON „Quibus enim nihil est in ipsis opis ad bene beateque vivendum, eis omnis aetas gravis est: qui autem omnia bona a se ipsi petunt, eis nihil potest malum videri quod naturae necessitas afferat“ Þessi orð leggur Marcus Tullius Cicero í munn Catos gamla í bók Ciceros ,,Um ellina“ (De Senectute), sem Cicero reit árið 44 f. Kr., eða íyrir nærri 2030 árum. Það er ekki óeðlilegt að vitna í þessi orð hins gamla snillings, bæði í ræðu og riti, hér í upphafi, þegar um er að ræða minningarorð um háaldraðan aðdáanda hinna fornu Rómverja, elsta lögfræðing íslands, Pál Pálmason, fyrrv. ráðuneytisstjóra, sem lést á 94. aldursári aðfaranótt 24. apríl 1985. Páll Pálmason var fæddur 19. ágúst 1891 og verður föðurættar hans og móðurættar getið síðar. Stúdentsprófi lauk Páll árið 1911 og laga- prófi 1916, var síðan fulltrúi hjá Málflutnings- skrifstofu Eggerts Claessen 1916 til 1921. Jafn- framt var hann skipaður aðstoðarmaður í at- vinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 1. september 1919 og vann hann þar, til þess er hann lét af starfi sem ráðuneytisstjóri i samgöngu- og iðnaðarráðu- neytinu fyrir aldurs sakir í árslok 1961, eftir meira en 42 ára starfsaldur. Páll var, eins og af þessu má sjá, ekki mikið hneigður fyrir að hlaupa úr einu starfi í annað, hann hélt sér í nær 43 ár við hið gamla og góða Stjórnarráð, uns hann náði hæsta leyfilegum hámarksaldri. Hann mun þó á seinni Stjórn- arráðsárum sínum 1930-1940 hafa átt kost á sýslumannsembætti utan Reykja- vikur, en ekki sóst eftir því eða viljað sinna því. Kom þar margt til. Faðir hans lést 1920 og hann hefur orðið var við að móðir hans, sem hann unni og mat mikils, hafði litla löngun til að flytja með honum, en Páll var einbirni og alltaf einhleypur og taldi sér skylt að fara I þessu að vilja móður sinnar, eftir því sem unnt væri. En nú skulu föður- og móðurætt Páls nefndar til sögunnar. Faðir Páls var Pálmi, yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík, f. 21.11. 1857 d. 21.7. 1920, Pálsson, hreppstjóra á Tjörnum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, f. 1821 d. 1888, Steinssonar, f. 1760 d. 1818, bónda m.a. á Vatnsenda og Öngulsstöðum ( Eyjafirði, Pálssonar, Jónssonar, f. 1723, en kona Jóns Pálssonar var Bergljót Tómasdóttir, Egilssonar, en sá Egill var 5. maður í beinan legg frá Sveini (hinum ríka) á lllugastöðum I Fnjóskadal (d. 1624). Sveinn á lllugastöðum var auðugur og átti m.a. hest vænan, sem hann hafði vanið til vígs að fornum sið. Því efndi hann til hestaats milli víghests sins, sem Bleikur var nefndur, og hests sem Sigmundur ,,hinn garnli" (sem ég tel forföður minn í beinan legg, á Garðsá í Eyjafirði) átti og bar nafnið ,,Vindur“. Er það talið síðasta hestaat 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.