Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 8
Um og fyrir 1950 var fátt háskólamenntaðra starfsmanna í ráðuneytinu, eða aðeins við Páll. Einhverju sinni tókst honum með nokkrum tilvitnunum að vekja að nýju áhuga þann sem ég hafði löngum haft á mannkynssögu allt síðan í menntaskóla, en lítið lesið slíkt þá í mörg ár. Af þessu spratt nær sí- felld umræða um sagnfræðileg mál, hvenær sem færi gafst, og eftir nokkur ár gátum við rætt um einstök atriði úr „History of the Decline and Fall of the Roman Empire" eftir Edward Gibbon og ýmis rit eftir Cesare Cantu, t.d. um Kyrus Persakonung og sögu hans, hvernig Dareios Hydaspes varð keisari í Persíu svo og um dauða hins sparsama Rómverjakeisara Pertinax og hvernig auðmaðurinn Didius Julianus keypti sér keisaratign 28. mars 193 e.Kr. „Manstu, hvað Gibbon segir um hvernig Didiusi Julianusi leið eftir að veisl- unni var lokið, eftir að hann hafði komið inn í keisarahöllina og nær dottið um afhöggvið höfuð Pertinax fyrri keisara? Þá fyrst varð honum raunverulega Ijóst, hvað gerst hefði og hverjar afleiðingarnar hlytu að verða. Þær fáu vik- ur sem hann átti eftir að lifa voru honum hrein martröð. Hann hafði líka ástæðu til að skjálfa. Þjóðin skammaðist sín fyrir hann,“ sagði Páll um þetta sögulega atriði. Hinn 15. mars ár hvert minntumst við falls Caesars, fórum með allt sem við mundum úr 1. bók Caesars um Gallastríðið. En þetta var aðeins á augnablikum eins og í hádegi, kaffitímum eða í lok vinnu. Sjálfur var vinnudagurinn seldur hinu mikla Stjórnarráði, sem Páll vildi ekki bregðast í einu eða neinu. Það var líka nóg að gera, enda fámennt, og auk samgöngumála höfðum við líka með iðnaðarmál að gera, aðallega iðn- réttindamál, en báðir þessir málaflokkar voru þá þegar í örum vexti. Hin mikla móða tímans rann áfram, hægt en þrotlaust og allir eltust. í árs- lok 1961 lét Páll af embætti. En þó átti Páll í meira en 10 næstu ár oft erindi í ráðuneytið, sem þá var í Nýja Arnarhvoli. Hann átti þangað erindi sem um- boðsmaður eigenda eða umsækjenda einkaleyfa eða vörumerkja. Þessi ár kom hann oft í matstofuna í Arnarhvoli, rabbaði við gamla kunningja og kynntist nýju fólki. Páll var einhleypur alla ævi og dó barnlaus. Hins vegar var Páll mikill „sel- skapsmaður'1 og þótti kvenfólki hann góður „herra", bæði hæverskur og nær- gætinn. Páll stundaði starf sitt af nánast smásmugulegri nákvæmni og stundvísi. Þannig var hann mættur stundvíslega miðvikudaginn 16. september 1936, þegar frétt barst um að franska rannsóknarskipið „Pourquoi-Pas“ hefði farist í ofviðri út af Mýrum um nóttina. Kom það í hlut Páls að stuðla að leit skips og skipverja, þ.á m. var hinn frægi vísindamaður dr. Charcot. Allt þetta leysti hann af hendi með sinni venjulegu nákvæmni og samviskusemi. Var hann sæmdur orðu Officier d’Académie. Heiðursmerki þetta mat Páll mikils, enda var það byggt á framtaki hans við stjórnun og lausn á ákveðnu viðkvæmu vandamáli sem féll í hans hlut að leysa, þar sem hann var hinn 16. september 1936 mættur til starfs, eins og vant var, fyrstur á vinnustað á réttum tíma. Páll verður minnisstæður þeim, sem þekktu hann, fyrir vandvirkni sína, trú- mennsku og nákvæmni. Ekki er þar beinlínis átt við að hans sé saknað, því eins og Cicero sagði á sínum tíma og rakið var hér í upphafi, ber að taka öllu því, sem fylgir lífinu, þar á meðal hinum óhjákvæmilega endi þess, dauðan- um, með jafnaðargeði. Páll ræddi aldrei um trúmál eða pólitík, en ég er þess fullviss að í trúmálum var hann einlægur leitandi. Það hefði ekki verið eðlilegt, 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.