Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 16
4.1. Verk samkvæmt I. kafla höfl. Samkvæmt 1. málsgr. 1. gr. höfl. á höfundur að bókmenntaverki eða listaverki eignarrétt á því með þeim takmörkunum, sem í lögunum greinir. Hugtakið verk í 1. gr. höfl. felur í sér skilyrði fyrir því, að framlög á sviði bókmennta og lista njóti verndar höfundarréttar. 1 greinar- gerð með frv. til höfl. segir, að hugtökin bókmenntaverk og listaverk beri að skýra svo, að í verkinu eigi að koma fram andleg sköpun, sem sé ný og sjálfstæð, a.m.k. að formi til. f greinafgerðinni er jafnframt lögð áhersla á, að það sé tegund verksins, heimfærsla þess undir bók- menntir eða tiltekna listgrein, sem mestu máli skipti, en ekki mat á gæðum þess (Sjá nánar Alþt. 1971, A-deild, bls. 1276-1277). Á síðari árum hafa fræðimenn lagt áherslu á, að það séu einkum tvö atriði, sem máli skipti við úrlausn þess, hvort tiltekið framlag á sviði bókmennta eða lista nái því að geta talist verk. I fyrsta lagi þurfi að liggja fyrir árangur andlegrar sköpunar og í öðru lagi verði sá árangur að bera vott um einstaklingsbundin höfundareinkenni. Gera verði lágmarkskröfur um sérkenni, sjálfstæði eða frumleik. Magn, gæði, búningur eða markmið skipti hinsvegar ekki máli. Um nánari útfærslu hafa komið fram margs konar tilbrigði. Þannig hefur verk t.d. verið skýrt á þá leið, að það sé framlag, sem í raun sé óhugsandi að tveir menn hefðu leyst af hendi óháð hvor öðrum. (Bergström: Láro- bok i upphovsrátt, bls. 17). Hugmynd að baki verki eða kveikja þess nýtur ekki sem slík vernd- ar höfl. Verndin takmarkast við efni verks í einstaklingsbundinni mót- un þess. Hins vegar nær vernd verks til annarra gerða (ytra búnings) en verkið var í frá hendi höfundar. Höfundur skáldsögu nýtur vernd- ar um verk sitt, þótt skáldsagan sé færð í leikritsbúning. Fyrir íslenskum dómstólum hefur komið til álita, hvort um verk sé að ræða eða ekki. í máli nokkru voru atvik þau, að G liafði búið nokkur fornrit undir prentun fyrir bókaverslun. Kom þar til álita, hvort við það starf liefði stofnast höfundar- réttur til handa G. Bækurnar voru prentaðar eftir eldri prentuðum útgáfum sömu rita. Réð G þvi, hvaða eldri útgáfur voru lagðar til grundvallar, las prófarkir og samdi nafnaskrá. Þetta starf hans, að því er varðaði meginmál ritanna og nafna- skrár, var ekki þess eðlis, að það skapaði honum höfundarrétt. G hafði og látið visnaskýringar fylgja ritunum. Voru þær að mestu teknar upp eftir eldri prent- uðum útgáfum, en sjálfur hafði G þó gert nokkrar nýjar skýringar. Þar sem skýr- ingar stóðu í nánu sambandi við meginmálið og ekki kvað mikið að þeim, sköp- uðu þær G ekki höfundarrétt. Um formála að ritunum gegndi liins vegar öðru máli. Þeir urðu allir að teljast sjálfstætt, frumsamið verk G. Hrd. 21.353. í máli var deilt um liöfundarrétt vegna útgáfu korts af íslandi fyrir ferðamenn, 86

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.