Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 17
sem út kom 1977. Útgefandi var einkafyrirtæki, M s/f, og töldu Landmælingar ís- lands höfundarrétt brotinn á sér með útgáfu þess. Landmælingarnar héldu því meðal annars fram, að þær ættu höfundarrétt á korti frá 1976, er notað hefði verið sem fyrirmynd hins umdeilda korts. Kortið frá 1976 var teiknað af starfs- manni eða starfsmönnum landmælinganna í aukavinnu og á kostnað útgefandans, K s/f. Meirihluti Hæstaréttar taldi, að byggja yrði á því áliti héraðsdóms, sem skipaður hefði verið sérfróðum meðdómsmönnum, að kortið frá 1976 bæri ein- kenni sjálfstæðrar kortagerðar um efnisval og útlit, þótt það hlyti að vera byggt á eldri uppdráttum. Ennfremur taldi meirihlutinn, að Landmælingar íslands hefðu ekki fært sönnur að höfundarrétti sínum að þeim atriðum á kortinu frá 1976, sem kynnu að hafa verið höfð til hliðsjónar við gerð þess korts, sem um væri deilt, en þar hefði fyrst og fremst verið um nafnaselningar að ræða. Minnihluti Hæsta- réttar taldi aftur á móti, að uppdrátturinn frá 1976 hefði, að því er ætla yrði, verið gerður eftir gögnum, sem Landmælingar íslands ættu höfundarrétt að. Taldi minnihlutinn uppdrátt þennan vera háðan höfundarrétti landmælinganna og að við gerð hins umdeilda korts hefði höfundarréttur þessi verið brotinn. f rökstuðn- ingi minnihlutans segir meðal annars, að við nafnasetningu á hinu umdeilda korti hafi teiknarinn farið að heita megi út í liörgul eftir kortinu frá 1976 og að miðað við fyrirhuguð not kortanna sé nafnasetning aðalatriði þeirra beggja. Hrd. 53.1124. 4.1.1. Flokkun verka. I 2. málsgr. 1. gr. höfl. eru talin dæmi verka, en ekki er sú taling tæmandi, sbr. orðalagið „... . aðrar samsvarandi listgreinar ....“. Segir í þessu lagaákvæði, að til bókmennta og lista teljist samið mál í ræðu og riti, leiksviðsverk, tónsmíðar, myndlist, byggingarlist, kvik- myndir, ljósmyndalist og nytjalist á hvern hátt og í hverju formi sem verkið birtist. I 3. málsgr. 1. gr. höfl. er tekið af skarið, að uppdrættir, teikningar, mótanir, líkön og önnur þess háttar gögn, sem fræðslu veiti um málefni eða skýri þau, skuli njóta verndar með sama hætti og bókmenntaverk. Máli getur skipt til hvaða tégundar verk telst, þar sem stundum gilda mismunandi reglur um einstaka flokka verka, sbr. t.d. reglur um takmarkanir á höfundarrétti samkv. II. kafla höfl. 4.1.2. Helstu flokkar verka. a) Bókmenntaverk. I greinargerð með frumv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1277, kemur fram, að til bókmennta í skilningi 2. málsgr. 2. gr. höfl. teljist samið mál í ræðu og riti. Samið mál er víðtækt hugtak og nær yfir fleira en fágurbókmenntir og fræði- eða vísindarit, t.d. bréf og viðtöl, ef þau geta á annað borð talist verk. Svo er sérstaklega kveðið á í 3. málsgr. 1. gr. höfl., að uppdrættir, teikningar, mótanir, líkön og önnur þess háttar gögn, sem fræðslu veiti um málefni eða skýri þau, skuli njóta verndar með sama hætti og bókmenntaverk. Almennt er litið svo á, að tölvuforrit njóti í grund- 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.