Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 24
heimild til að framselja höfundarrétt sinn og slíkt framsal leiðir oft af starfsstöðu eða starfssamningi, enda þótt hvergi hafi berum orðum verið á framsal höfundarréttar minnst. 1 8. gr. höfl. eru reglur, er m.a. varða sönnun fyrir því, hver sé höf- undur verks, sbr. hrd. 53.1124. 5.2. Höfundarréttindi samhöfunda. 7. gr. höfl. fjallar um höfundarréttindi samhöfunda. Þar segir, að tveir eða fleiri höfundar að sama verki eigi saman höfundarrétt að því, ef framlög þeirra verði ekki aðgreind hvert frá öðru sem sjálfstæð verk. Samkvæmt því er tvennt, sem einkennir sameiginlegt verk. í fyrsta lagi er um að ræða verk, sem er skapað í samvinnu höfunda. 1 öðru lagi verður verkið að vera þannig vaxið, að framlag hvers höf- undar um sig verði eigi aðgreint sem stjálfstætt verk. Þar ber eigi að líta eingöngu til þess, hvort framlag það, er greina á frá, geti stað- ið sem sjálfstætt verk eftir aðgreininguna, heldur og hver áhrif að- greiningin hafi á framlag það, sem eftir stendur. Geti síðastgreint framlag ekki talist sjálfstætt verk eftir aðgreininguna, er um sam- eiginlegt verk að ræða í skilningi 7. gr. 7. gr. höfl. kveður svo á, að höfundar sameiginlegs verks eigi saman höfundarrétt, en ekki er nánar útskýrt, hvað í því felist. 1 greinargerð fyrir frumv. til höfl. er tekið fram, að um slíka sameign sé það almenn regla, að til umráða og ráðstöfunar á verki þurfi sam- þykki allra samhöfunda. Þó megi vera, að synjun um fjárhagsleg not þyki svo rakalaus, að hún eigi ekki rétt á sér. Ennfremur er tekið fram í greinargerð, að brot á höfundarréttindum geti hver samhöf- undur átalið sjálfstætt. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1283). Samkvæmt framansögðu er ljóst, að 7. gr. höfl. gengur út frá til- teknum grundvallarreglum um höfundarréttindi samhöfunda. Taka þessar reglur af skarið í veigamiklum atriðum, að því er þá sameign varðar. Þegar þessum reglum sleppir, koma almennar reglur um sam- eign til álita, en jafnan verður þó að taka tillit til sérsjónarmiða höf- undaréttar. 5.3. Samsett verk. Undir samsett verk falla verk tveggja höfunda eða fleiri, ef verkin verða aðgreind, gagnstætt því, sem gildir um sameiginleg verk, sbr. 5.2. hér að framan. Hver höfundur á þá sjálfstæðan höfundarrétt að sínu verki. Höfl. geyma ekki ákvæði um samsett verk. Til nýtingar samsetta verksins sem slíks þarf samþykki höfunda þeirra sjálfstæðu 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.