Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 25
verka, sem eru hlutar samsetta verksins. Réttarstaðan ræðst fyrst og fremst af slíkum samningi og koma sameignarreglur ekki til álita, nema í undantekningartilvikum, t.d. til fyllingar samningi, sem stofnar til sameignar um samsetta verkið út af fyrir sig. 5.4. Safnverk. 6. gr. höfl. fjallar um svokölluð safnverk og er þar um að ræða sam- setningu tveggja verka eða fleiri eða samsetningu hluta af verkum. Ef samsetningin nær því að teljast verk í skilningi höfl„ öðlast sá mað- ur, sem hana hefur unnið, höfundarrétt að verkinu. Sá höfundarréttur raskar að sjálfsögðu ekki höfundarrétti að þeim verkum, sem notuð hafa verið við samsetninguna. Nýting heildarverksins fer eftir samn- ingi höfunda og sameignarreglur koma yfirleitt ekki til álita. Að þessu leyti er réttarstaðan svipuð því, sem gildir um samsett verk, sbr. 5.3. hér að framan. 5.5. Sameign á grundvelli samnings eða eifða. Um slíka sameign höfundarréttinda verður sameignarreglum al- mennt beitt. Réttarstaðan ræðst þó fyrst og fremst af þeim samningi, sem sameignin byggist á, eða fyrirmælum í erfðaskrá, ef þau hafa verið gefin, sbr. 2. málsgr. 31. gr. höfl. Þá verður að gera ráð fyrir því, að sérsjónarmið í höfundarétti geti haft áhrif á úrlausn þess, hvaða réttarreglur gildi í skiptum sameigenda út af höfundarréttind- um þeirra. Sjá hrd. 31.512. 6.0. EFNI HÖFUNDARRÉTTAR. Samkv. 1. gr. höfl. á höfundur eignarrétt að verki sínu. Með því er lögð áhersla á, að höfundur eigi einn rétt til hvers konar nýtingar og ráðstöfunar verks, að því leyti sem ekki er lögbundnum undantekn- ingum til að dreifa. Höfundarréttur er hins vegar tímabundinn, sbr. nánari reglur í 43.-44. gr. höfl. Greint er milli sæmdarréttar höfundar (droit moral) og fjárhags- legra réttinda hans. 6.1. Sæmdarréttur (droit moral). Sjá greinargerð með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1280-1281, Bergström: Laro- bok i upphovsratt, bls. 39-43, Bernitz o.fl.: Immaterialratt, bls. 45-49, Weincke: Ophavs- ret, bls. 59 o.áfr., Olsson: Copyright, bls. 33 o.áfr., Strömholm: Upphovsmans ideella rátt- nágra huvudlinjer í Tfr. 1975, bls. 289 o.áfr., og Hesser: Ratten till text och bild, bls. 24-25. 95

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.