Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 26
Sá þáttur í höfundarrétti, er varðar fyrst og fremst álit höfundar og heiður, hefur verið nefndur sæmdarréttur (droit moral). Ákvæði um hann eru í 4. gr. höfl. Sæmdarrétt getur höfundur ekki framselt, en hins vegar fallið frá honum í einstökum tilvikum, sem verða að vera skýrt tilgreind bæði um tegund og efni, sbr. 3. málsgr. 4. gr. höfl. Sæmdarréttur er tvíþættur. 1 fyrsta lagi er þar um að ræða nafn- greiningarrétt (droit a la paternité), sem felur í sér rétt höfundar til að nafns hans sé getið, þegar verk hans er birt almenningi. I öðru lagi felst í sæmdarrétti réttur höfundar til þess, að virt séu höfundar- sérkenni hans og höfundarheiður (droit au respect). Sæmdarréttur höfundar er í sjálfu sér tímabundinn með sama hætti og höfundarréttur að öðru leyti, en við lok hans tekur við vernd sam- kvæmt 53. gr. höfl. 6.1.1. Nafngreiningarréttur (droit a la paternité). Samkv. 1. málsgr. 4. gr. höfl. er skylt, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt. Höfundur ræður nafnbirtingunni og ber að fara eftir óskum hans í því efni. Hafi hann þannig birt verk sitt undir sérstöku listamannsnafni eða án nafns, má ekki haga nafngreiningu með öðrum hætti án sam- þykkis hans. Nafngreiningarréttur höfundar er ekki fortakslaus, eins og fyrir- varinn, „eftir því sem við getur átt“, gefur til kynna. 1 lögum á Norð- urlöndum er miðað við, hvað telja megi góða siði í því tilliti. Nefndur fyrirvari er orðaður öðruvísi í 1. málsgr. 4. gr. ísl. höfl. í greinar- gerð með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1280-1281, er tekið fram, að við sum tækifæri verði nafngreiningu ekki komið við, svo að vel fari. Verði að meta það eftir ástæðum hverju sinni. 6.1.2. Vernd höfundarheiðurs og höfundarsérkenna (droit au respect). Samkvæmt 2. málsgr. 4. gr. höfl. er óheimilt að breyta verki höf- undar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Hér er í fyrsta lagi bönn- uð meðferð verks, sem höfundi er til vansæmdar, og í öðru lagi með- ferð, sem er fallin til þess að skerða höfundarsérkenni höfundar. Þegar skera á úr því, hvort meðferð verks brjóti í bága við ofan- greind ákvæði, ber að líta á málið frá sjónarhóli höfunda. Þar ræður samt ekki úrslitum einstaklingsbundið mat þess höfundar, sem hverju sinni á hlut að máli, heldur verður að styðjast við almennan mæli- 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.